Þema hátíðarinnar nú í ár er friður.
Þema hátíðarinnar nú í ár er friður.
Mynd / leiklist.is
Menning 15. mars 2023

Tenging leiklistarunnenda um heim allan

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Alþjóðlega áhugaleiklistarhátíðin (AITA/IATA) árið 2023 verður haldin í Debrecen, Ungverjalandi dagana 19.-25. júní 2023. Þema hátíðarinnar er Friður.

AITA/IATA, eða International Amateur Theatre Association, sameinar og tengir saman áhuga- leikhópa, samfélagsleikhús og viðlíka samtök um allan heim, alla þá sem eiga sameiginlega ástríðu leikhússins. Er hátíðin fyrst og fremst tileinkuð tengslamyndun íbúa heimsins, auk réttindum manna, þá er kemur að listum og menningu, óháð þjóðerni, tungumáli, kyni, kynhneigð, þjóðernisuppruna eða trúarbrögðum svo eitthvað sé nefnt.

AITA/IATA leiðir fólk saman með það fyrir augum að miðluð verði þekking og iðkun á sviði leiklistar til að dýpka skilning, skapa ný tækifæri og efla áhugaleikhúsageirann á heimsvísu.

Er hátíðin afar vel sótt af meðlimum á heimsvísu og því einstakt tækifæri til þess að efla tengslanetið og njóta sýninganna og alls sem upp á er boðið. Frekari upplýsingar má fá hjá Þjónustumiðstöð BÍL í info@ leiklist.is eða í síma 551-6974.

Eyrugla
Líf og starf 20. mars 2023

Eyrugla

Eyrugla er nýlegur landnemi hérna á Íslandi. Hún var áður reglulegur gestur en u...

Mesta áskorunin er að stoppa upp uglur
Líf og starf 17. mars 2023

Mesta áskorunin er að stoppa upp uglur

Brynja Davíðsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir uppstoppun á ýmsum tegundum d...

Dráttarvél mýkri en Range Rover
Líf og starf 17. mars 2023

Dráttarvél mýkri en Range Rover

Undanfarna þrjá áratugi hefur hinn breski vinnuvélaframleiðandi JCB framleitt dr...

Gerði lokræsi um land allt
Líf og starf 16. mars 2023

Gerði lokræsi um land allt

Pálmi Jónsson fór um land allt og útbjó lokræsi í ræktarlandi bænda með plógi sm...

Steinefna- og próteinríkur afskurður
Líf og starf 16. mars 2023

Steinefna- og próteinríkur afskurður

Mikið fellur til af stilkum, laufblöðum og öðrum afskurði frá íslenskri garðyrkj...

„Ég brenn fyrir góðum jarðvegi“
Líf og starf 15. mars 2023

„Ég brenn fyrir góðum jarðvegi“

Þann 2. mars síðastliðinn hélt fagráð í lífrænum landbúnaði málþing á Sólheimum ...

Beinajarl krýndur
Líf og starf 8. mars 2023

Beinajarl krýndur

Gradualekór Langholtskirkju hélt upp á kjötsúpuhátíð sunnudaginn 12. febrúar síð...

Danskar heiðar viði vaxnar
Líf og starf 7. mars 2023

Danskar heiðar viði vaxnar

Við Íslendingar höfum í gegnum tíðina sótt fróðleik til frænda okkar Dana. Sú te...