Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Saumastofan
Menning 27. mars 2023

Saumastofan

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Hofsóss stendur nú í æfingum á verkinu Saumastofan, skrifuðu af Kjartani Ragnarssyni í tilefni kvennafrídagsins, 24. október árið 1975.

Er verkið í raun þjóðfélagsádeila þar sem kjör kynjanna eru tekin fyrir en það ár er kallað kvennaárið, er Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að það skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna. Segir frá sex konum, starfandi á saumastofu sem ákveða að slá upp afmælisveislu og deila með viðstöddum sögum sínum á litríkan hátt. Inn í skemmtunina fléttast svo umræðan um hlutverk kvenna í samfélaginu. 

Í sýningunni eru níu leikarar á aldrinum 15 til 60 ára eða þar um bil og hefur heilt á litið gengið ótrúlega vel samkvæmt formanni félagsins, henni Fríðu Eyjólfsdóttur. Leikstjóri verksins er svo María Sigurðardóttir, en hún hefur áralanga reynslu sem leikstjóri bæði hjá hinum ýmsu áhugaleikfélögum sem og í atvinnuleikhúsi.

Sýnt verður í Höfðaborg á Hofsósi, en miðapantanir og frekari upplýsingar eru í s. 854-6737.

Skylt efni: Áhugaleikhús

„Skógur nú og til framtíðar”
Líf og starf 25. september 2023

„Skógur nú og til framtíðar”

Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytjaskógrækt og skjólbe...

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Líf og starf 25. september 2023

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum

Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt ...

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun
Líf og starf 22. september 2023

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun

Það þykir tíðindum sæta þegar bætist í fremur fámennan hóp íslenskra garðyrkjubæ...

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik
Líf og starf 22. september 2023

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik

Matvælasjóður úthlutaði Fræða­setri um forystufé, sem staðsett er á Svalbarði í ...

Hvað er ... Aspartam?
Líf og starf 20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Aspartam er gerfisæta sem, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), er mögu...

Almenningsgarður rósanna
Líf og starf 19. september 2023

Almenningsgarður rósanna

Ýmis blómgróður þrífst með ágætum á Íslandi en maður rekst ekki á almenningsrósa...

Jafnvígur í sveit & borg
Líf og starf 19. september 2023

Jafnvígur í sveit & borg

Nýr smájepplingur frá Toyota byrjaði að sjást á götunum á síðasta ári. Þetta er ...

Lifum & borðum betur!
Líf og starf 18. september 2023

Lifum & borðum betur!

Yfirskriftina mætti kalla möntru Alberts Eiríkssonar, eins ástsælasta matgæðings...