Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Enginn ætti að verða svikinn af dagstund í Aratungu, hvorki börn né fullorðnir.
Enginn ætti að verða svikinn af dagstund í Aratungu, hvorki börn né fullorðnir.
Mynd / Aðsend
Menning 1. nóvember 2023

Rúi & Stúi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna sýnir barna- og fjölskylduleikritið Rúi og Stúi eftir Skúla Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson með nýrri tónlist eftir Stefán Þorleifsson og í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar.

Ærið starf liggur að baki góðri leikmynd, jafnt sem sýningarinnar. Hér hefur leikstjórinn Ólafur Jens rissað upp mynd af Nemisis, vélinni sem „getur allt“. Með hana til viðmiðunar taka smiðirnir þeir Böðvar Þór Unnarsson og Garðar Steingrímsson næsta skref og ekki líður á löngu að töfrarnir birtast í leikhúsinu.

Allt er í sóma þar sem grallararnir Rúi og Stúi búa, en þeir eru bæði uppfinningasamir og sniðugir. Þeir félagar sjá til þess að íbúarnir þurfa ekki að erfiða eða hafa áhyggjur af daglegu amstri og hafa meira að segja fundið upp vél sem „getur allt“. Hún býr til og gerir við hluti auk þess að geta gert nákvæma afsteypu af sveitarstjóranum sem stýrir af röggsemi með sinn trygga aðstoðarmann Bergstein sér við hlið. Allt er einfalt og gott þar til daginn sem allt byrjar að fara úrskeiðis. Vélin bilar, sveitarstjórinn hverfur og samfélagið kemst í uppnám.

Þarna er um að ræða líflega og skemmtilega sýningu fyrir alla aldurshópa enda leikhópurinn þrælvanur og sprellfjörugur. Leikstjórinn Ólafur Jens Sigurðsson heldur um taumana, en hann hefur unnið með leikfélaginu áður og þótt bæði úrræðagóður og útsjónarsamur.

Frumsýnt verður þann 21. október klukkan 14 í félagsheimilinu Aratungu og má nálgast miða hjá tix.is.

Tvær sýningar eru áætlaðar til viðbótar í október, svo og heilar átta í nóvember.

Skylt efni: leikdeild UMFB

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...