Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jólaævintýri Hugleiks
Menning 4. desember 2023

Jólaævintýri Hugleiks

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Við minnum á að Leikfélagið Hugleikur, sem allir landsmenn þekkja, setur nú á svið Jólaævintýri Hugleiks.

Verður verkið sýnt í Gamla bíói dagana 10. og 17. desember, en það byggir á Jólasögu Charles Dickens um Ebenezer Scrooge. Að hætti hugleikskra manna gefst áhorfendum nú tækifæri til þess að sjá útsetningu þessa fræga verks í íslenskum raunveruleika seint á 19. öld, vel skreytta með söng og dansi. Fyrir þá sem ekki vita hefur félagið þá sérstöðu meðal íslenskra leikfélaga að leikverkin sem það hefur sýnt eru nánast öll samin af meðlimum hópsins og ávallt með tengingar úr íslensku þjóðlífi.

Hugleikur setti Jólaævintýrið fyrst á svið fyrir 18 árum og má segja að fáir meðlima leikfélagsins geti hugsað sér jólin án þess að hlýða á tónlist sýningarinnar. Höfundar þeirra fögru tóna eru Ljótu hálfvitarnir, þeir Snæbjörn Ragnarsson (Skálmöld) og Þorgeir Tryggvason. Þeir eru einnig höfundar verksins ásamt Sigrúnu Óskarsdóttur og Sigríði Láru Sigurjónsdóttur.

Jólaævintýri Hugleiks er hin besta skemmtun fyrir alla aldurshópa, lystilega stýrt af Gunnari Birni Guðmundssyni sem hefur m.a. leikstýrt fjölda áramótaskaupa.

Sýnt verður sunnudagana 10. og 17. desember, báða daga klukkan 16 og svo 20. Miðasölu er að finna á Tix (www.tix.is) og rétt er að taka fram að sýnt verður í Gamla bíói og því ekki við öðru að búast en að stemningin verði sérstaklega jólaleg og falleg.

Skylt efni: Hugleikur

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f