Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kornbók
Menning 13. desember 2023

Kornbók

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samlíf manns og korns, allt frá því er maðurinn tamdi kornið og kornið tamdi manninn, er umfjöllunarefni Åsmund Bjørnstad í bókinni Kornboka – brødets og ølets historie sem kom út árið 2021.

Hún kom nýlega út í danskri þýðingu og heitir Kornbogen – brødets og øllets historie.

Bókin er í stóru broti, hátt á fjórða hundrað síður og ríkulega myndskreytt að því er fram kemur í tilkynningu frá Áslaugu Helgadóttur og Jónatan Hermannssyni. „Framsetning og frásögn er lipur og ljós en þó víkur höfundur hvergi frá fræðilegri nákvæmni – hvort sem um er að ræða sagnfræði, grasafræði eða kynbótafræði korntegundanna. Skemmtun, fróðleikur og fegurð í einni bók og líka hin dularfullu tengsl manns og korns sem ekki verða með góðu móti skýrð.“

Við sögu koma bygg og hveiti, hafrar og rúgur, hrísgrjón og maís og líka hirsi. „Orðið korn er fyrst og fremst samheiti yfir þær tegundir grasættar er gefa af sér fræ sem nýtanlegt er til fóðurs og manneldis, en er hins vegar stundum notað yfir þá tegund í hverju landi sem algengust er. Þannig getur orðið korn merkt bygg á Norðurlöndum, hveiti í Englandi og maís í Norður- Ameríku.“

Åsmund Bjørnstad er prófessor emeritus í jurtakynbótum við Landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi.

Bókin fæst á vef danska forlagsins Hovedland eða á vefsíðunni dinboghandel.dk.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...