Frændur fagna skógi
Menning 14. nóvember 2023

Frændur fagna skógi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Skógræktarfélag Íslands gaf nýverið út yfirgripsmikla bók sem fjallar um sögu samvinnu Íslendinga og Norðmanna á sviði skógræktar.

Hér er farið allt aftur til landnáms fram til okkar daga. Stærstur hluti bókarinnar gerir grein fyrir 32 skiptiferðum sem voru gerðar milli Noregs og Íslands á árunum 1949 til 2000. Hópar Íslendinga fóru sextán sinnum til Noregs og komu norskir hópar til Íslands jafn oft. Þó þetta væru skiptiferðir var ljóst að Íslendingar höfðu mun meira að læra af Norðmönnum en öfugt, enda þeir síðarnefndu fagmenn á meðan við vorum byrjendur.

Skógræktarfólk öðlaðist tækifæri til að fá verklega kennslu á hliðum skógræktar sem ekki voru þróaðar hérlendis. Þar má nefna skógarhögg og grisjun, en timburvinnsla er öflug atvinnugrein í Noregi.

Norðmenn sem komu til Íslands gátu bent íslensku skógræktarfólki hvað hægt væri að gera betur, en þegar hingað var komið var ferðast um mismunandi skógræktarsvæði. Þá gafst Norðmönnum færi á að komast í snertingu við trjátegundir sem sjaldgæfar eru á heimaslóðunum.

Óskar Guðmundsson er höfundur bókarinnar, en hún er bæði á íslensku og norsku. Þá er hún liðlega 330 síður í stóru broti – ríkulega myndskreytt og aðgengileg. Hérna býðst lesendum innsýn í þróun menningar í kringum íslenska skógrækt, enda hefur samvinna Íslendinga og Norðmanna haft mikil áhrif á mótun greinarinnar hérlendis. Kjörgripur fyrir alla sem hafa áhuga á skógrækt. 

Gráhegri
Líf og starf 29. nóvember 2023

Gráhegri

Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um E...

Margur er smala krókurinn
Líf og starf 28. nóvember 2023

Margur er smala krókurinn

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands (SFÍ) hélt fjárhundakeppni sína, Spaða...

Þýzka stálið
Líf og starf 24. nóvember 2023

Þýzka stálið

Bændablaðið fékk til prufu dráttarvél af þriðju kynslóð 300 línunnar hjá Fendt s...

Konunglegur smjörkálskjóll
Líf og starf 22. nóvember 2023

Konunglegur smjörkálskjóll

Á tískuviku Lundúnaborgar nú í september vakti athygli sjálfbær tíska hönnuðanna...

Heimsmeistaramót í blómaskreytingum
Líf og starf 21. nóvember 2023

Heimsmeistaramót í blómaskreytingum

Nemendur í blómaskreytingum hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands fóru ásamt kennurum o...

Fjáreigendafélag Reykjavíkur  er menningarverðmæti
Líf og starf 16. nóvember 2023

Fjáreigendafélag Reykjavíkur er menningarverðmæti

Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út bók dr. Ólafs Dýrmundssonar Sauðfjárh...

Málgagnið finnst víða
Líf og starf 15. nóvember 2023

Málgagnið finnst víða

Hjörleifur Jóhannesson tók þessa skemmtilegu mynd af búðareiganda í Tam Duong í ...

Saumum nú jólaskraut
Líf og starf 15. nóvember 2023

Saumum nú jólaskraut

Í stjórn Íslenska bútasaums- félagsins sitja nokkrar mætar konur, en ein þeirra,...