Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Ásgrímur Jónsson, listamaður.
Ásgrímur Jónsson, listamaður.
Menning 17. júlí 2023

Bílferð um söguslóðir Ásgríms

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ásgrímsleiðin er ökuferð um Flóann á söguslóðir Ásgríms Jónssonar listmálara, með viðkomu á sýningum Listasafns Árnesinga og Byggðasafns Árnesinga. Leiðin byrjar eða endar í Húsi Ásgríms, við Bergstaðastræti í Reykjavík.

Ásgrímur var fæddur 4. mars 1876 í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa og varð brautryðjandi í listasögu þjóðarinnar. Í Húsinu á Eyrarbakka er sýningin Drengurinn, fjöllin og Húsið, en þar réðist Ásgrímur til vistar upp úr fermingu. Þar er varpað ljósi á æsku hans og unglingsár. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Farið er um Stokkseyri að Gaulverjabæjarkirkjugarði þar sem Ásgrímur hvílir. Hægt er að heimsækja minnismerki um listamanninn, sem stendur innan skógræktarinnar Timburhóls, stutt frá æskustöðvum hans. Þótt húsin í Rútsstaðarhverfi séu löngu horfin, má enn sjá frá veginum Álfakirkju Ásgríms. Á þessari leið sést vel fjallahringurinn sem fóstraði sveininn og veitti honum innblástur.

Svo er sýningin Hornsteinn, afmælissýning Listasafns Árnesinga í Hveragerði, heimsótt en þar eru fjölmörg verk Ásgríms sýnd.

Með Ásgrímsleiðinni vilja söfnin vekja athygli á ævi og störfum Ásgríms Jónssonar en einnig fagna afmæli safnanna. Byggðasafnið á 70 ára afmæli á árinu og Listasafn Árnesinga fagnar 60 ára afmæli. Ásgrímsleiðin er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga og Listasafns Íslands, og er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Rætur Listasafns Árnesinga má rekja til gjafar Bjarnveigar Bjarnadóttur, frænku Ásgríms, og tveggja sona hennar sem færðu Árnesingum sjötíu listaverk eftir helstu listamenn þess tíma. Nítján þessara verka voru eftir Ásgrím. Listamaðurinn sjálfur ánafnaði Listasafni Íslands verk sín og heimili á Bergstaðastræti 74 og þar er í dag sýning á heimili hans og verkum.

„Skógur nú og til framtíðar”
Líf og starf 25. september 2023

„Skógur nú og til framtíðar”

Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytjaskógrækt og skjólbe...

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Líf og starf 25. september 2023

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum

Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt ...

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun
Líf og starf 22. september 2023

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun

Það þykir tíðindum sæta þegar bætist í fremur fámennan hóp íslenskra garðyrkjubæ...

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik
Líf og starf 22. september 2023

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik

Matvælasjóður úthlutaði Fræða­setri um forystufé, sem staðsett er á Svalbarði í ...

Hvað er ... Aspartam?
Líf og starf 20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Aspartam er gerfisæta sem, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), er mögu...

Almenningsgarður rósanna
Líf og starf 19. september 2023

Almenningsgarður rósanna

Ýmis blómgróður þrífst með ágætum á Íslandi en maður rekst ekki á almenningsrósa...

Jafnvígur í sveit & borg
Líf og starf 19. september 2023

Jafnvígur í sveit & borg

Nýr smájepplingur frá Toyota byrjaði að sjást á götunum á síðasta ári. Þetta er ...

Lifum & borðum betur!
Líf og starf 18. september 2023

Lifum & borðum betur!

Yfirskriftina mætti kalla möntru Alberts Eiríkssonar, eins ástsælasta matgæðings...