Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023, Brynja Baldursdóttir.
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023, Brynja Baldursdóttir.
Mynd / Aðsend
Menning 31. mars 2023

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Brynja Baldursdóttir hefur hlotið nafnbótina bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2023 en viðurkenningin var afhent nýlega í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði.

Þetta er fjórtánda árið sem Fjallabyggð útnefnir bæjarlistamann ársins. Brynja, sem er myndlistarmaður og grafískur hönnuður, er fædd 1964 og búsett á Siglufirði. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann á árunum 1982-1986 og er hún með mastersgráðu frá Royal College of Art í Bretlandi þar sem hún stundaði einnig doktorsnám.

Brynja hefur sýnt verk sín víða hér heima og erlendis og eru hennar helstu listform bóklist og lágmyndir. Þá má geta þess að EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg festi nýverið kaup á stóru verki eftir Brynju sem kemur til með að verða sett upp fyrir aftan dómarana í dómsal í höfuðstöðvum þeirra.

Bambahús hasla sér völl
Líf og starf 31. maí 2023

Bambahús hasla sér völl

Hugmyndin að Bambahúsunum varð til í ársbyrjun 2020 hjá fjölskyldu í Bolungarvík...

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. S...

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem mu...

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...

Skaði asparglytta myndaður með dróna
Líf og starf 29. maí 2023

Skaði asparglytta myndaður með dróna

Rannsóknarsvið Skógræktarinnar á Mógilsá verður með spennandi verkefni í sumar, ...

Vakta gróður og jarðveg
Líf og starf 26. maí 2023

Vakta gróður og jarðveg

Landgræðslan stóð fyrir opnum kynningar- og samráðsfundi um verkefnið GróLind í ...

Fundarhamar úr peruvið
Líf og starf 25. maí 2023

Fundarhamar úr peruvið

Fallegt íslenskt handverk var í lykilhlutverki á lokaathöfn leiðtogafundar Evróp...

Puttalingar eru snakkpylsur úr ærkjöti
Líf og starf 24. maí 2023

Puttalingar eru snakkpylsur úr ærkjöti

Fyrir rúmu ári var veflæga markaðstorgið Matland (matland. is) opnað matgæðingum...