Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ítalskur kjúklingaréttur og blómkál
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 23. október 2020

Ítalskur kjúklingaréttur og blómkál

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Þessi yndislegi kjúklingaréttur er saðsamur ítalskur kvöldverður til að elda heima. Sleppið chili eða takmarkið magnið fyrir börnin. Skiptið kartöflum mögulega út fyrir þistilhjörtu og salat og þið getið líka notað íslenskt grænmeti sem er enn að flæða inn í búðir.

Ítalskur kjúklingaréttur

  • 1,6 kg heill kjúklingur, úrbeinaður (það styttir eldamennsku að fletja kjúklinginn út og þá er klippt með fram bakhliðinni)
  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 msk. sítrónusafi og ein sítrónusneið að auki
  • 2 hvítlauksrif, þunnt skorin
  • 1 langur rauður chili, fræin tekin úr og þunnt skorið
  • 1 tsk. þurrkað oregano
  • 1 msk saxað ferskt timjan, auk 4 kvista
  • 8 marineruð þistilhjörtu með stilk (í dós)
  • 200 ml þurrt hvítvín

Aðferð

Hitið ofninn í 220 gráður.

Setjið kjúkling með skinnið ofan á smurða pönnu. Setjið smá af olíu og sítrónusafa yfir, sítrónusneið, hvítlaukur, chili, oregano, saxað timjan og kvistar. Kryddað vel. Bætið þistilhjörtum út á pönnuna og hellið síðan víninu yfir.

Steiktu kjúklinginn í 30-35 mínútur þar til skinnið er orðið gyllt og safinn rennur tær þegar þykkasti hlutinn er gataður með hníf (lækkið hitann á ofninum í 200 gráður ef hann brúnast of hratt).

Flytjið kjúklinginn á borð og skerið í 8 bita. Hellið pönnusafanum í sósukönnu.

Berið kjúkling fram með ætiþistlum og dálitlum pönnusafa.

Salat með blómkáli

  • 1 höfuð blómkál, má skera í tvennt eftir stærð (íslenska blómkálið er aðeins smærra en innflutt)
  • 5 msk. jómfrúarolía
  • 5 msk. heslihnetur
  • 1 msk. sherry edik
  • 1½ tsk. hlynsíróp
  • ¼ tsk. malaður kanill
  • ¼ teskeið malað allspice eða annað gott krydd við höndina
  • 1/3 bolli granateplafræ
  • 1 stór sellerístöngull, skorinn í sneiðar
  • 1/3 bolli steinseljublöð
  • Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Aðferð 

Hitið ofninn í 185 gráður.

Setjið blómkálið á bökunarplötu með smjörklípu, setjið 1-3 msk. af ólífuolíu og kryddið með salti og pipar.  Steikt í ofninum í 25-35 mínútur þar til yfirborðið er gulbrúnt. Flytjið í stóra skál og setjið til hliðar til að kólna.

Lækkið hitann á ofninum í 150 gráður. Dreifið heslihnetunum á bökunarplötuna og bakið í kringum tíu mínútur.

Í skál skuluð þið þeyta saman 2 matskeiðum af ólífuolíu, sherryediki, hlynsírópi, kanil og allspice.  Setjið til hliðar.

Leyfið hnetunum að kólna svolítið, saxið þær gróft og bætið blómkálinu við ásamt granateplafræjunum, selleríinu, steinseljunni og dressingunni.  Hrærið, smakkið til og kryddið með salti og pipar eftir smekk.

Steikt grasker með fetaosti og hunangi

Nú þegar grasker er í boði í verslunum fyrir útskurð, er tilvalið að prófa ýmsa graskersrétti, og nota afskurðinn til matargerðar.

  • Grasker (um 600 g)
  • 3 msk. olía (gott að nota ólífuolíu)
  • 2 msk. sesamfræ
  • 3 msk. hunang
  • 1 msk. balsamik edik
  • 50 g fetaostur, mulinn
  • 1/2 tsk. chilliflögur
  • Salt og pipar 

Aðferð

Hitið ofninn í 210 gráður.  Notið bökunarplötu og bökunarpappír.  Afhýðið graskerið og skerið í bitastóra teninga. Fjarlægið fræin.

Veltið  graskersteningunum upp úr  olíunni og bakið í 20 mínútur.

Fjarlægið úr ofninum og blandið við sesamfræin. Setjið aftur í ofn í 10 mínútur og ofnsteikið þar.

Kryddið með hunangi, balsamikediki, feta og chiliflögum. Bragðbætið með salti og pipar.  Berið fram heitt eða kalt.

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ
Matarkrókurinn 10. júní 2025

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ

Nú er líklega of seint í rassinn gripið að grilla þegar kannski bestu dagar suma...

Grillarar allra landa sameinist
Matarkrókurinn 26. maí 2025

Grillarar allra landa sameinist

Fyrsti maí er liðinn og sólin er farin að þrýsta sér í gegnum vorhretið og vonan...

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi
Matarkrókurinn 12. maí 2025

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi

Þó að fiskur sé stór hluti af sjálfsmynd Íslendinga þá hefur fiskneysla dregist ...

2 fyrir 1-tilboð
Matarkrókurinn 23. apríl 2025

2 fyrir 1-tilboð

Það að geta gert tvo hluti í einu eða fengið meira fyrir minna er alltaf æskileg...