Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Beint af grillinu.
Beint af grillinu.
Mynd / Hari
Matarkrókurinn 15. júní 2022

Hálfgrillaðir kjúklingavængir

Höfundur: Haraldur Jónasson

Fátt er betra en djúsí kjúklingavængir sem þarf ekki að hafa mikið fyrir að ná af beininu.

Vængina er hægt að elda á marga vegu, en þeir eiga til að þorna svolítið. Til að forðast það er gott að forsjóða þá. Úr soðinu er svo hægt að búa til gljáa til að velta kjúklingnum upp úr í lokin.

Síðustu aldar hraðsuðupottur

Í staðinn fyrir að nota venjulegan pott er eitt heimilistæki sem vert er að kynna. Nei, ekki Air-fryer, loftsteikingarpottur, það þarf ekkert að kynna þá. Við erum að tala um þrýstingspott. Gamla góða hraðsuðu- pottinn beint frá síðustu öld. Þeir áttu reyndar til að springa á hellum um allar sveitir í gamla daga en nýtískuútgáfan gerir það ekki – eða við vonum það.

Heiti potturinn

Í hraðsuðupottinn fara tveir, þrír pakkar af vængjum. Skilja flata hlutann og trommukjuðann að.

Klippa svo bláendann af þeim flata. Allt fer hráefnið í pottinn, líka endarnir því í þeim er allt smekkfullt af kollageni sem umbreytt verður í gelatín.

Endarnir fara í botninn ásamt bolla af vatni og vængirnir fara út í en ofan á gufusoðsgrind, allsberir og ókryddaðir. Sjóða kjúklinginn í 2-3 mínútur undir þrýstingi.

Potturinn er svo látinn standa og þrýstingurinn látinn hjaðna náttúrlega í 5 mínútur. Allt tekur þetta þó tæpar 15 mínútur því þrýstingurinn þarf jú að að byggjast upp. Ef enginn er þrýstingspotturinn er kjúklingurinn látinn malla í eins litlu vatni og hægt er í 20 mínútur eða svo.

Grillið

Á meðan er grillið undirbúið; kol sett í stromp eða gasgrillið hitað upp í rúmlega miðlungshita.

Þegar kjúklingurinn er búinn að baða sig í þrýstingspottinum mun hann ekki líta vel út. Allur fölur og bara frekar óaðlaðandi en tilbúinn að fá á sig krydd.

Kryddblanda
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. pipar
  • 1 tsk. paprikuduft
  • 1 tsk. þurkuð steinselja 1⁄2 tsk. origano
  • 1⁄2 tsk. Aromat (salt-MSG) 1⁄2 tsk. chiliduft
  • 1⁄2 tsk. laukduft
  • 1⁄4 tsk. hvítlauksduft

Ekki vera hrædd við smá MSG, það gerir mat ljúffengan og hefur engan skaðað – held ég.

Kjúklingurinn er svo gott sem fulleldaður og þarf því bara að dökkna smá. Kannski 10 mínútur á grillinu eða svo. Snúa nokkrum sinnum svo ekkert brenni.

Á meðan kjúklingurinn fær á sig lit er vökvinn sem eftir er í pottinum, ásamt vængjaendunum, settur í stóra pönnu og soðinn niður þangað til um desilítri verður eftir. Þegar allt er að verða tilbúið eru endarnir veiddir upp úr soðinu og vökvinn kryddaður með nokkrum klípum af sömu kryddblöndu og vængirnir fengu ásamt vænum slurk af heitri sósu (hot sauce).

Amjörklípa, kannski matskeið eða svo er hrærð saman við sósuna í lokin. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er honum velt upp úr sósunni og þá er hann tilbúinn.

Hægt að breyta í BBQ vængi með því að setja slurk af grillsósu (barbecue) út í eða hafa soðið bara léttkryddað fyrir þá sem slíkt vilja. Þeim sem finnst gráðostur ómissandi geta stappað smá af honum í mæjónes og sýrðan rjóma en það þarf ekki því þetta er djúsí stöff.

Brokkólírunnar

Það er mjög fullorðins að fá sér brokkólí með vængjunum. Það er líka svakalega gott, er súpereinfalt og tekur bara nokkrar mínútur.

Brokkólíið er skorið í runna og smurt bragðlítilli olíu. Brokkólíið fer á grillið hjá kjúklingnum til að fá á sig smá lit.

Næst er að setja smjörklípu í pönnu og fínt saxaðan hvítlauk út í.

Þegar allt ilmar eins og hvítlaukur eftir 30 sekúndur eða svo er brokkólíinu bætt út í og blandað við hvítlaukssmjörið.

Þá er að sulla smá af kjúklingasoðinu á pönnuna og setja lok eða álpappír yfir.

Ef einhver er vegan í kjúklinga- vængjaveislunni er hægt að nota kranavatn. Gufusjóða þannig brokkólíið í mínútu eða tvær, þá er það tilbúið.

Hægt er að skipta brokkólíinu út fyrir blómkál, grænkál eða bara hvað sem hugurinn girnist. Þunnar ræmur af gulrót eða kannski sellerí fyrir hreinstefnufólk.

Afgangakássa
Matarkrókurinn 19. janúar 2023

Afgangakássa

Jólin eru búin og ískaldur veruleikinn tekinn aftur við. Það þýðir megrun og lík...

Hátíð matarhefða
Matarkrókurinn 22. desember 2022

Hátíð matarhefða

Sjálft jólahaldið og undirbúningur þess er nú fram undan og aðventan nýhafin. Sj...

Jólaglögg & lussekatter
Matarkrókurinn 20. desember 2022

Jólaglögg & lussekatter

Um miðjan desember árið 1955 komust fyrst á síður blaðanna fregnir af drykknum j...

Síldartíð ljóss og friðar
Matarkrókurinn 8. desember 2022

Síldartíð ljóss og friðar

Í gamla daga voru það Delicius eplin sem komu með jólin, nú eru það mandarínur o...

Fiskisúpa með kjúklingagrunni
Matarkrókurinn 24. nóvember 2022

Fiskisúpa með kjúklingagrunni

Súpa er auðvitað ekki máltíð heldur forréttur – alla vega yfirleitt. En það eru ...

Heilsteikt nautalund
Matarkrókurinn 10. nóvember 2022

Heilsteikt nautalund

Við ætlum ekki að finna upp hjólið í vali á nautakjöti að þessu sinni, heldur ge...

Soðið kjöt
Matarkrókurinn 27. október 2022

Soðið kjöt

Með fyrstu haustlægðunum fylgir löngun í heitan kjarnmikinn kósíkost. Klassíska ...

Kjötsúpa með árstíðargrænmeti
Matarkrókurinn 13. október 2022

Kjötsúpa með árstíðargrænmeti

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt einhvern veginn aldrei ...