Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hafberg Þórisson garðyrkjumaður hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar. Á myndinni er einnig Hauður Helga Stefánsdóttir, eiginkona hans.
Hafberg Þórisson garðyrkjumaður hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar. Á myndinni er einnig Hauður Helga Stefánsdóttir, eiginkona hans.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 24. janúar 2023

„Viðurkenning fyrir að vera moldugur og á vaðstígvélum“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og forstjóri garðyrkjustöðvarinnar Lambhaga, hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar síðastliðinn fyrir frumkvöðlastarf í ræktun og vistvænni grænmetisframleiðslu. Alls hlutu fjórtán einstaklingar fálkaorðuna að þessu sinni.

„Fyrir mér er þetta góð viðurkenning á baslinu og að vera alltaf moldugur með sorgarrendur og í vaðstígvélum og fyrir það er ég þakklátur.

Ég vissi að vegna tilefnisins yrðu allir á staðnum í fínum fötum þannig að ég fór úr vinnugallanum og í mitt fínasta púss. Þrátt fyrir það tafðist ég aðeins vegna þess að það bilaði hjá mér rör sem þurfti að laga áður en ég mætti út á Bessastaði.“

Upphefð fyrir starfið í moldinni

Hafberg sagði í samtali við Bændablaðið að vissulega væri gaman að hljóta þessa virðingu og upphefð fyrir starf sitt í moldinni.

„Ég veit ekki hver eða hverjir það voru sem tilnefndu mig en ég frétti nokkrum dögum eftir orðuveitinguna að það hafi einhverjir verið að forvitnast um starfsferil minn og að það var haft samband við Guðna Ágústsson og hann á örugglega einhvern hlut í þessu.

Það var svo þremur dögum fyrir jól að ég frétti af veitingunni.“ Aðspurður segir Hafberg að hann hafi ekki nokkurn tíma velt fyrir sér hvort hann fengi fálkaorðuna.

„En að sjálfsögðu er ég smá montinn með að hafa fengið hana.“

Heiðursviðurkenning veitt einstaklingum

Hin íslenska fálkaorða er íslensk heiðursviðurkenning veitt einstaklingum, bæði íslenskum og erlendum. Nýjum orðuhöfum er oftast veitt viðurkenningin þann 1. janúar eða 17. júní.

Orðan var stofnuð af Kristjáni X. þann 3. júlí 1921 til að sæma þá sem hafa eflt hag og heiður Íslands. Forseti Íslands afhendir orðuna en orðuhafar eru valdir af orðunefnd. Samningur milli nokkurra ríkja vegna heimsókna þjóðhöfðingja og orðuveitinga tengdum þeim er einnig ábyrgur fyrir stórum hluta orðuveitinga.

Við andlát orðuhafa ber svo afkomendum að skila orðunni þó að það muni sjaldan gert. Ein orða nýtur þó undantekningar frá þessu, stórkross sem átti að veita Jóhannesi Kjarval 1965 en hann afþakkaði. Sættir náðust þó með því að orðan var varðveitt í Listasafni Íslands en Jóhannes vildi aldrei fá hana í hendur.

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....