Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Hópur starfsmanna Landbúnaðarháskóla Íslands.
Hópur starfsmanna Landbúnaðarháskóla Íslands.
Líf og starf 1. nóvember 2022

Vísindaferð í Hollandi

Höfundur: Helena Guttormsdóttir, lektor við LbhÍ.

Dagana 5.–8. október hélt fjölmennur hópur starfsmanna Landbúnaðarháskóla Íslands í vísindaferð til Hollands þar sem afar margt áhugavert var skoðað.

Fimmtudagsmorgunninn hófst á ferð til Bleiswijk, þar sem er garðyrkjusvið Wageningen-háskóla. Í 7.500 fm af tilraunagróðurhúsum eru stundaðar rannsóknir á sviði ylræktar og laukblóma. Þar tók á móti hópnum hin spænska Nieves Garcia sem sagði frá starfseminni, tengingu við atvinnulífið og ekki síst verkefninu um, „Gróðurhúsið 2030“, sem afar áhugavert var að skoða.

Gróðurhúsið notar ekki gas til upphitunar. Það er svokallað alrafmagns-gróðurhús með fullri LED lýsingu. Varmadæla er notuð til að stýra raka. Þannig er falinn hiti endurheimtur og gróðurhúsið helst lokað á veturna og vorin. Einnig losar gróðurhúsið ekki frárennslis- og þéttivatn í fráveituna, allt er endurnýtt, þannig að engin næringarefni tapast, vatnið nýtist sem best og engar leifar úr ræktunarvörum lenda í fráveitu. Óson er notað til að sótthreinsa vatnið, þannig að vatnið er hægt að endurnýta í ræktun.

Að lokum er ræktunarvernd að fullu samþætt, með því að nota náttúruleg varnarefni eins mikið og mögulegt er. Frá Bleiswijk var haldið til Wageningen-háskóla sem er einn fremsti háskóli heims á sviði lífvísinda og landbúnaðar. Wageningen svæðið er oft kallað „Matardalurinn” í Hollandi.

Þar tók á móti hópnum Tineke Bremer, samskiptastjóri frá rektorsskrifstofu, en hún skipulagði dagskrána á svæðinu.

Framkvæmdastjóri alþjóðasamskipta, Wassim Beaineh, byrjaði á að kynna hvaða áhrif stóraukið alþjóðastarf hefur haft á vöxt skólans og hefur á mörgum sviðum skipt sköpum. Þaðan var haldið í skoðunarferð í NPEC, nýjasta gróðurhús háskólabúsins, sem búið er hátæknibúnaði. Þar eru ýmsar rannsóknir t.d. á lýsingu, sjúkdómavörnum, áburðartilraunir og plöntukynbætur.

Þá tóku við hópnum, dr. Ryan Teuling lektor, sérfræðingur á sviði vatnafræði og stýringu vatns, dr. Roel Dijksma, dósent við umhverfisfræðideild og dr. Edward Huijben, prófessor og formaður WUR. Kynntu þeir árlegar námsferðir til Íslands og síðan fóru fram umræður um samstarfsmöguleika við LbhÍ sem gæti verið afar áhugavert. Sem dæmi má nefna að sumarið áður starfaði við Háskólann á Akureyri, kemur líka að kennslu við landslagsarkitektadeildina og benti á sýningu á lokaverkefnum nemenda sem hékk uppi heimsóknardaginn.

Rúsínan í pylsuendanum var svo heimsókn á einstaka sýningu, „Jarðvegur heims“, sem geymir stærsta jarðvegssafn veraldar, en þar má finna sýnishorn af jarðvegssniðum út frá mismunandi vinklum alls staðar frá, og auðvitað líka frá Íslandi. Forstöðumaðurinn, Stephan Mantel og vinur okkar jarðvegssérfræðinga, sá um leiðsögn. Afar áhugavert var að sjá tenginguna við okkar fólk, bæði í myndrænu kynningarefni safnsins og í tali Stephans. Sannkallaður sjónrænn ævintýraheimur. Alls staðar mætti hópnum velvild og frábærar móttökur. Langur en afar lærdómsríkur dagur var á enda. Morguninn eftir var farið í fræðslusiglingu um síki Amsterdam um arkitekta- og skipulagssögu Amsterdam og þá var bara að láta sig hlakka til lokakvöldverðar sem haldinn var á IJ Kantine, í gömlu verksmiðjuhúsnæði við hafnarsvæði borgarinnar. 2022 dvöldu rúmlega sjötíu nemendur í níu daga við vatnarannsóknir á Íslandi. Edward Huijben, sem

Helsingi
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í...

Stúdentar fluttir í Sögu
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu...

Þessi þögla týpa
Líf og starf 1. júní 2023

Þessi þögla týpa

Bændablaðið fékk til prufu rafmagns-liðlétting frá Giant. Þessi græja er á marga...

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis
Líf og starf 1. júní 2023

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis

Garðyrkjubændurnir Auðunn Árnason og María C. Wang á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyg...

Bambahús hasla sér völl
Líf og starf 31. maí 2023

Bambahús hasla sér völl

Hugmyndin að Bambahúsunum varð til í ársbyrjun 2020 hjá fjölskyldu í Bolungarvík...

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. S...

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem mu...

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...