Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vettlingar með norrænu mynstri
Líf og starf 8. október 2024

Vettlingar með norrænu mynstri

Höfundur: Stelpurnar í Handverkskúnst

Vettlingar koma alltaf að góðum notum. Hvort sem er í leik eða starfi, alltaf er gott að hafa góða vettlinga að setja á hendurnar. Góð gjöf fyrir alla herramenn.

DROPS Design: Mynstur u-955
Stærðir: S/M (L/XL)
Ummál: Ca 21 (23) cm.
Lengd: ca 24 (24) cm með uppábroti á stroffi.

Garn: DROPS KARISMA (fæst í Handverkskúnst).
- 50 (50) g litur 01, rjómahvítur.
- 100 (100) g aðallitur nr. litur 55, ljósbrúnn eða litur nr. 73, bensín.

Prjónar: Sokkaprjónar nr. 3 eða sú stærð sem þarf til að fá 23 lykkjur x 32 umferðir = 10x10 cm.

Mynstur: Sjá mynsturteikningar A.1, A.2, A.3 og A.x. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning A.x sýnir hvar á að staðsetja þumalinn á hægri vettlingi. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

VETTLINGAR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað frá úlnlið og upp meðan aukið er út fyrir þumal. Þegar útaukning fyrir þumal hefur verið gerð til loka, setjið þessar lykkjur á þráð áður en höndin er prjónuð til loka. Í lokin er þumallinn prjónaður.

Vinstri vettlingur: Fitjið upp 48 (48) lykkjur á sokkaprjóna nr. 3 með aðallit, prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til stroffið mælist 12 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út 0 (4) lykkjur jafnt yfir = 48 (52) lykkjur. Prjónið mynsturteikningu A.1 – þegar prjónað hefur verið upp að svörtu rúðunum í mynsturteikningu, prjónið A.2 yfir þessar 3 lykkjur. Haldið áfram að prjóna eftir mynsturteikningu A.1 og A.2 (auknar eru út lykkjur í A.2). Eftir síðustu umferð í A.2, eru 11 lykkjur í A.2 – setjið þessar lykkjur á þráð. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 3 lykkjur þar sem lykkjur voru settar á þráð = 48 (52) lykkjur í umferð. Prjónið síðan eftir A.1 yfir allar lykkjur. Þegar mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka eru 8 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum lykkjurnar og festið vel.

Þumall: Setjið 11 þumallykkjur frá þræði á sokkaprjóna nr. 3. Byrjið umferð með því að prjóna upp 9 lykkjur á bakhlið á þumli (takið upp 2 lykkjur í hvorri hlið, 5 lykkjur í 3 lykkjurnar sem fitjaðar voru upp) = 20 lykkjur.

Prjónið mynsturteikningu A.3. Þegar mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka, eru 4 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, þræðið í gegnum lykkjurnar og festið vel.

Hægri vettlingur: Prjónið á sama hátt og vinstri vettling, en þumallinn er prjónaður í gagnstæðri hlið – sjá mynsturteikningu A.x sem sýnir hvar á að prjóna þumalinn í mynstri.

Prjónakveðja, stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...