Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Öflugir verktakar á Húsavík hafa tekið sig saman og ætla að opna nýja byggingavöruverslun í bænum innan skamms en mikil umsvif eru á svæðinu tengd byggingaframkvæmdum.
Öflugir verktakar á Húsavík hafa tekið sig saman og ætla að opna nýja byggingavöruverslun í bænum innan skamms en mikil umsvif eru á svæðinu tengd byggingaframkvæmdum.
Mynd / Framsýn
Líf og starf 21. mars 2022

Verktakar á Húsavík opna byggingavöruverslun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Öflugir verktakar á Húsavík hafa tekið sig saman og ætla að opna nýja byggingavöruverslun í bænum innan skamms. Húsa­smiðjan lokaði sinni verslun í bænum og einnig á Dalvík, en allur rekstur fyrirtækisins verður sameinaður í nýrri versl­un á Akureyri.

Verslunin heitir Heimamenn og verður að Vallholtsvegi 8 á Húsavík, sem á sér langa sögu um rekstur byggingavöruverslunar, þar var áður Byggingavörudeild KÞ, KÞ Smiðjan og einnig Húsasmiðjan. Eigendur hins nýja félags, Heimamanna ehf., eru nokkur fyrirtæki á Húsavík:

Val ehf., Steinsteypir ehf., Vermir sf., Trésmiðjan Rein ehf. og Bæjarprýði ehf. Í versluninni verða seldar allar helstu byggingavörur sem í boði eru, ásamt málningu, hreinlætistækjum og öðru sem tengist viðhaldi og nýbyggingu.

Mikil uppbygging í gangi

Mikil uppbygging er nú í Þingeyjar­sýslu segir á vef Framsýnar, stéttar­félags þar sem greint er frá hinni nýju byggingavöruverslun. Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili er í byggingu á Húsavík og einnig fjölbýlishús fyrir 55 ára og eldri. Umtalsverð uppbygging er í gangi hjá fiskeldisfyrirtækjum í sýslunni og mörg fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að hefja starfsemi á Bakka við Húsavík. Þá er vitað að mikil vöntun er á íbúðarhúsnæði á Húsavík og víðar í Þingeyjarsýslum.

„Stéttarfélögin fagna að sjálfsögðu þessu magnaða framtaki Heimamanna og skora á íbúa á svæðinu að beina viðskiptum sínum til þeirra, það er, verslum sem mest í heimabyggð hjá Heimamönnum og öðrum verslunareigendum sem halda úti verslun og þjónustu í heimabyggð,“ segir á vefsíðu Framsýnar. 

Skylt efni: Húsavík

Einstök sundlaug
Líf og starf 2. júní 2023

Einstök sundlaug

Í sumar verður 100 ára afmæli Seljavallalaugarinnar fagnað. Aðdragandi að byggin...

Helsingi
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í...

Stúdentar fluttir í Sögu
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu...

Þessi þögla týpa
Líf og starf 1. júní 2023

Þessi þögla týpa

Bændablaðið fékk til prufu rafmagns-liðlétting frá Giant. Þessi græja er á marga...

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis
Líf og starf 1. júní 2023

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis

Garðyrkjubændurnir Auðunn Árnason og María C. Wang á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyg...

Bambahús hasla sér völl
Líf og starf 31. maí 2023

Bambahús hasla sér völl

Hugmyndin að Bambahúsunum varð til í ársbyrjun 2020 hjá fjölskyldu í Bolungarvík...

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. S...

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem mu...