Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Öflugir verktakar á Húsavík hafa tekið sig saman og ætla að opna nýja byggingavöruverslun í bænum innan skamms en mikil umsvif eru á svæðinu tengd byggingaframkvæmdum.
Öflugir verktakar á Húsavík hafa tekið sig saman og ætla að opna nýja byggingavöruverslun í bænum innan skamms en mikil umsvif eru á svæðinu tengd byggingaframkvæmdum.
Mynd / Framsýn
Líf og starf 21. mars 2022

Verktakar á Húsavík opna byggingavöruverslun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Öflugir verktakar á Húsavík hafa tekið sig saman og ætla að opna nýja byggingavöruverslun í bænum innan skamms. Húsa­smiðjan lokaði sinni verslun í bænum og einnig á Dalvík, en allur rekstur fyrirtækisins verður sameinaður í nýrri versl­un á Akureyri.

Verslunin heitir Heimamenn og verður að Vallholtsvegi 8 á Húsavík, sem á sér langa sögu um rekstur byggingavöruverslunar, þar var áður Byggingavörudeild KÞ, KÞ Smiðjan og einnig Húsasmiðjan. Eigendur hins nýja félags, Heimamanna ehf., eru nokkur fyrirtæki á Húsavík:

Val ehf., Steinsteypir ehf., Vermir sf., Trésmiðjan Rein ehf. og Bæjarprýði ehf. Í versluninni verða seldar allar helstu byggingavörur sem í boði eru, ásamt málningu, hreinlætistækjum og öðru sem tengist viðhaldi og nýbyggingu.

Mikil uppbygging í gangi

Mikil uppbygging er nú í Þingeyjar­sýslu segir á vef Framsýnar, stéttar­félags þar sem greint er frá hinni nýju byggingavöruverslun. Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili er í byggingu á Húsavík og einnig fjölbýlishús fyrir 55 ára og eldri. Umtalsverð uppbygging er í gangi hjá fiskeldisfyrirtækjum í sýslunni og mörg fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að hefja starfsemi á Bakka við Húsavík. Þá er vitað að mikil vöntun er á íbúðarhúsnæði á Húsavík og víðar í Þingeyjarsýslum.

„Stéttarfélögin fagna að sjálfsögðu þessu magnaða framtaki Heimamanna og skora á íbúa á svæðinu að beina viðskiptum sínum til þeirra, það er, verslum sem mest í heimabyggð hjá Heimamönnum og öðrum verslunareigendum sem halda úti verslun og þjónustu í heimabyggð,“ segir á vefsíðu Framsýnar. 

Skylt efni: Húsavík

Grasnytjar og þjóðtrú
Líf og starf 6. júlí 2022

Grasnytjar og þjóðtrú

Á síðasta ári gaf Guðrún Bjarnadóttir, eigandi Hespuhússins í Ölfusi, ú...

Líflegt hjá Síldarminjasafninu
Líf og starf 6. júlí 2022

Líflegt hjá Síldarminjasafninu

„Það lítur út fyrir að vertíðin í sumar verði góð, bókanir hafa sjaldan eð...

Arfleið óttans
Líf og starf 5. júlí 2022

Arfleið óttans

Unnur Sólrún Bragadóttir hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu sem ka...

Iðjagræn fegurð og ævintýraleg tré
Líf og starf 5. júlí 2022

Iðjagræn fegurð og ævintýraleg tré

Ljubljana í Slóveninu er falleg borg með mörgum almenningsgörðum og stórum g...

Græn og læsileg rit
Líf og starf 4. júlí 2022

Græn og læsileg rit

Um þessar mundir eru áskrifenduraðfáíhús Garðyrkjuritið og Skógræktarritið.

Stækka hótel og heilsulind
Líf og starf 4. júlí 2022

Stækka hótel og heilsulind

„Það var komin þörf fyrir stækkun, undanfarin ár hefur mikið verið bókað hjá...

Áskoranir skapa tækifæri
Líf og starf 2. júlí 2022

Áskoranir skapa tækifæri

„Það eru blikur á lofti, því er ekki að neita. Allir stórir liðir í rekstrar...

Vintage Valentino, Gucci, Ganni ...
Líf og starf 1. júlí 2022

Vintage Valentino, Gucci, Ganni ...

Heyrst hefur bak við tjöld tískuunnenda að lúxusveldið Valentino hafi haft þa...