Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðrún Dröfn Pálsdóttir heldur fagmannlega um hespuna.
Guðrún Dröfn Pálsdóttir heldur fagmannlega um hespuna.
Mynd / Svanhildur Pálsdóttir
Líf og starf 20. júlí 2021

Vel heppnuð Prjónagleði á Blönduósi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Prjónagleðin var mjög vel heppnuð og hér var fjölmenni,“ segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Prjónagleðinnar, sem haldin var á Blönduósi á dögunum. Prjónagleðin var nú haldin í fimmta sinn, sú fyrsta var árið 2016 en hátíðin í fyrra féll niður vegna samkomutakmarkana út af kórónuveirunni. „Það var alveg greinilegt að prjónarar voru í mikilli þörf fyrir samveru og virkilega gaman að upplifa gleðina og áhugann sem svo sannarlega var við völd,“ segir Svanhildur. Haldin voru alls 15 námskeið og þá var fjölmenni á fyrirlestrum sem í boði voru á Prjónagleði. Viðburðir eins og prjónaganga og prjónamessa mæltust vel fyrir. Garnatorg var í íþróttamiðstöð, þar var hjarta hátíðarinnar þar sem 22 aðilar buðu garn og aðrar prjónatengdar vörur til sölu. Ístex kynnti þar ullarsængur sínar og kodda og fyrirtækið sýndi einnig peysurnar úr síðustu Lopabók.

Vinningsvesti

Vinningsvestin úr hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar voru einnig til sýnis á Garntorginu en Ragnheiður Guðmundsdóttir varð hlutskörpust í þeirri samkeppni með vesti sem nefnist Hraun, þá var Fractal eftir Guðlaugu Svölu Steinunni Kristjánsdóttur í öðru sæti og Sólrún eftir Hilmu Eiðsdóttur Bakken í því þriðja. „Samveran sem Prjónagleðin bauð upp á var afar dýrmæt og nýttu prjónarar hvert tækifæri til þess að safnast saman og prjóna í minni og stærri hópum,“ segir Svanhildur. Næsta Prjónagleði verður haldin á Blönduósi eftir tæpt ár, dagana 10.–12. júní 2022.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...