Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður ávarpar sviðaveislugesti með tilþrifum. Síðan las hann upp úr nýrri bók sinni, Strand í gini gígsins, sem koma mun út á næsta ári.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður ávarpar sviðaveislugesti með tilþrifum. Síðan las hann upp úr nýrri bók sinni, Strand í gini gígsins, sem koma mun út á næsta ári.
Mynd / Björn Ingi Bjarnason
Líf og starf 8. nóvember 2021

Vegleg sviðaveisla

Höfundur: BIB

Hrútavinafélagið Örvar á Suður­landi og Vinir alþýðunnar héldu veglega sviðaveislu í Félags­heimilinu Stað á Eyrar­bakka fyrir skömmu.

Frumkvöðull sviðaveislunnar er Ásmundur Friðriksson, alþingis­maður í Suðurkjördæmi. Sviðin komu frá Magnúsi Geirssyni á Fornu­söndum og Kristjáni Magnús­syni frá Minna-Hofi.
Heiðursgestur var Siggeir Ingólfsson í Stykkishólmi, fv. staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað árin 2013 til 2019, og hélt hann margar þjóðlegar veislur á þeim tíma.

Núverandi staðarhaldarar á Stað, Ingólfur Hjálmarsson og Elín Birna Bjarnfinnsdóttir, með aðstoð Ólafs Ragnarssonar, sáu um veisluna nú. Þau ætla að halda veisluflöggum á lofti sem aldrei fyrr nú þegar birta fer í mannlífi eftir Covid-19.


Bogi Pétur Thorarensen, Selfossi, Ari Björn Thorarensen, Selfossi, Trausti Sigurðsson, Eyrarbakka, Halldór Páll Kjartansson, Eyrarbakka og Jón Karl Ragnarsson, Eyrarbakka, næla sér í veislumatinn.

Margir gestir voru í sviða­veislunni sem heppnaðist frábærlega. Mjög veglegt „bókalottó“ var í sviða­veislunni. Bjarni Harðar­son, Bókakaffið á Selfossi og Bóka­útgáfan Sæ­­mundur gáfu vandaðar bækur í lottóið í tilefni af 15 ára afmæli Bókakaffisins. Vigdís Hjartar­dóttir dró að árvissri venju út nöfn hinna heppnu.

Hrútavinafélagið Örvar var stofnað haustið 1999 á hrútasýningu hjá Bjarkari Snorrasyni að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna. Hrútavinafélagið er mannlífs- og menningarlegt samafl brottfluttra Vestfirðinga komna á Suðurland og heimamanna þar í héruðum til sjávar og sveita. Félagið hefur staðið að margþættu þjóðlegu menningarstarfi á Suðurlandi og víðar um land sem menn dást að með virðingarbrosi á vör.


Sviðaveislunefndin. F.v.: Ingólfur Hjálmarsson, Eyrarbakka, Ólafur Ragnarsson, Selfossi og Elín Birna Bjarnfinnsdóttir, Eyrarbakka.

Skylt efni: sviðaveisla | svið

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...