Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður ávarpar sviðaveislugesti með tilþrifum. Síðan las hann upp úr nýrri bók sinni, Strand í gini gígsins, sem koma mun út á næsta ári.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður ávarpar sviðaveislugesti með tilþrifum. Síðan las hann upp úr nýrri bók sinni, Strand í gini gígsins, sem koma mun út á næsta ári.
Mynd / Björn Ingi Bjarnason
Líf og starf 8. nóvember 2021

Vegleg sviðaveisla

Höfundur: BIB

Hrútavinafélagið Örvar á Suður­landi og Vinir alþýðunnar héldu veglega sviðaveislu í Félags­heimilinu Stað á Eyrar­bakka fyrir skömmu.

Frumkvöðull sviðaveislunnar er Ásmundur Friðriksson, alþingis­maður í Suðurkjördæmi. Sviðin komu frá Magnúsi Geirssyni á Fornu­söndum og Kristjáni Magnús­syni frá Minna-Hofi.
Heiðursgestur var Siggeir Ingólfsson í Stykkishólmi, fv. staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað árin 2013 til 2019, og hélt hann margar þjóðlegar veislur á þeim tíma.

Núverandi staðarhaldarar á Stað, Ingólfur Hjálmarsson og Elín Birna Bjarnfinnsdóttir, með aðstoð Ólafs Ragnarssonar, sáu um veisluna nú. Þau ætla að halda veisluflöggum á lofti sem aldrei fyrr nú þegar birta fer í mannlífi eftir Covid-19.


Bogi Pétur Thorarensen, Selfossi, Ari Björn Thorarensen, Selfossi, Trausti Sigurðsson, Eyrarbakka, Halldór Páll Kjartansson, Eyrarbakka og Jón Karl Ragnarsson, Eyrarbakka, næla sér í veislumatinn.

Margir gestir voru í sviða­veislunni sem heppnaðist frábærlega. Mjög veglegt „bókalottó“ var í sviða­veislunni. Bjarni Harðar­son, Bókakaffið á Selfossi og Bóka­útgáfan Sæ­­mundur gáfu vandaðar bækur í lottóið í tilefni af 15 ára afmæli Bókakaffisins. Vigdís Hjartar­dóttir dró að árvissri venju út nöfn hinna heppnu.

Hrútavinafélagið Örvar var stofnað haustið 1999 á hrútasýningu hjá Bjarkari Snorrasyni að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna. Hrútavinafélagið er mannlífs- og menningarlegt samafl brottfluttra Vestfirðinga komna á Suðurland og heimamanna þar í héruðum til sjávar og sveita. Félagið hefur staðið að margþættu þjóðlegu menningarstarfi á Suðurlandi og víðar um land sem menn dást að með virðingarbrosi á vör.


Sviðaveislunefndin. F.v.: Ingólfur Hjálmarsson, Eyrarbakka, Ólafur Ragnarsson, Selfossi og Elín Birna Bjarnfinnsdóttir, Eyrarbakka.

Skylt efni: sviðaveisla | svið

Við skurðgröft í  snarbrattri hlíð
Líf og starf 3. febrúar 2023

Við skurðgröft í snarbrattri hlíð

Hólmar Bragi Pálsson, áður búsettur á Minni-Borg í Grímsnesi en nú á Selfossi, v...

Þróa fyrsta samsetta fiskileðrið á Íslandi
Líf og starf 3. febrúar 2023

Þróa fyrsta samsetta fiskileðrið á Íslandi

Nýsköpunarfyrirtækið AMC hlaut nýverið Sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís ...

Ræðismaður skipaður í Moldavíu
Líf og starf 2. febrúar 2023

Ræðismaður skipaður í Moldavíu

Moldavía er landlukt land í Suðaustur-Evrópu og liggur milli Úkraínu og Rúmeníu....

Gerir allt með sóma
Líf og starf 1. febrúar 2023

Gerir allt með sóma

Að þessu sinni tók Bændablaðið til prufu hinn nýja Kia Niro EV. Forveri þessa bí...

Rispuhöfrungar ráku á land í Hrútafjarðarbotni
Líf og starf 1. febrúar 2023

Rispuhöfrungar ráku á land í Hrútafjarðarbotni

Um miðjan júlí síðastliðinn rak á land í botni Hrútafjarðar tvo fremur óvenjuleg...

Smáforrit sem mælir kolefnisbindingu trjáa
Líf og starf 31. janúar 2023

Smáforrit sem mælir kolefnisbindingu trjáa

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Orb vinnur að hugbúnaði sem mælir og áætlar kolefn...

Breyttir tímar
Líf og starf 31. janúar 2023

Breyttir tímar

Dagana 12. og 13. janúar var haldin í Hörpu ráðstefnan „Psychedelics as Medicine...

„Þetta getur varla verið svo flókið“
Líf og starf 27. janúar 2023

„Þetta getur varla verið svo flókið“

„Þetta getur nú ekki verið svo flókið, við hljótum að gera gert þetta.“ Hver hef...