Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður ávarpar sviðaveislugesti með tilþrifum. Síðan las hann upp úr nýrri bók sinni, Strand í gini gígsins, sem koma mun út á næsta ári.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður ávarpar sviðaveislugesti með tilþrifum. Síðan las hann upp úr nýrri bók sinni, Strand í gini gígsins, sem koma mun út á næsta ári.
Mynd / Björn Ingi Bjarnason
Líf og starf 8. nóvember 2021

Vegleg sviðaveisla

Höfundur: BIB

Hrútavinafélagið Örvar á Suður­landi og Vinir alþýðunnar héldu veglega sviðaveislu í Félags­heimilinu Stað á Eyrar­bakka fyrir skömmu.

Frumkvöðull sviðaveislunnar er Ásmundur Friðriksson, alþingis­maður í Suðurkjördæmi. Sviðin komu frá Magnúsi Geirssyni á Fornu­söndum og Kristjáni Magnús­syni frá Minna-Hofi.
Heiðursgestur var Siggeir Ingólfsson í Stykkishólmi, fv. staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað árin 2013 til 2019, og hélt hann margar þjóðlegar veislur á þeim tíma.

Núverandi staðarhaldarar á Stað, Ingólfur Hjálmarsson og Elín Birna Bjarnfinnsdóttir, með aðstoð Ólafs Ragnarssonar, sáu um veisluna nú. Þau ætla að halda veisluflöggum á lofti sem aldrei fyrr nú þegar birta fer í mannlífi eftir Covid-19.


Bogi Pétur Thorarensen, Selfossi, Ari Björn Thorarensen, Selfossi, Trausti Sigurðsson, Eyrarbakka, Halldór Páll Kjartansson, Eyrarbakka og Jón Karl Ragnarsson, Eyrarbakka, næla sér í veislumatinn.

Margir gestir voru í sviða­veislunni sem heppnaðist frábærlega. Mjög veglegt „bókalottó“ var í sviða­veislunni. Bjarni Harðar­son, Bókakaffið á Selfossi og Bóka­útgáfan Sæ­­mundur gáfu vandaðar bækur í lottóið í tilefni af 15 ára afmæli Bókakaffisins. Vigdís Hjartar­dóttir dró að árvissri venju út nöfn hinna heppnu.

Hrútavinafélagið Örvar var stofnað haustið 1999 á hrútasýningu hjá Bjarkari Snorrasyni að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna. Hrútavinafélagið er mannlífs- og menningarlegt samafl brottfluttra Vestfirðinga komna á Suðurland og heimamanna þar í héruðum til sjávar og sveita. Félagið hefur staðið að margþættu þjóðlegu menningarstarfi á Suðurlandi og víðar um land sem menn dást að með virðingarbrosi á vör.


Sviðaveislunefndin. F.v.: Ingólfur Hjálmarsson, Eyrarbakka, Ólafur Ragnarsson, Selfossi og Elín Birna Bjarnfinnsdóttir, Eyrarbakka.

Skylt efni: sviðaveisla | svið

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...