Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dýrfinna Guðmundsdóttir, rit- og verkefnastjóri IÐNÚ útgáfu.
Dýrfinna Guðmundsdóttir, rit- og verkefnastjóri IÐNÚ útgáfu.
Líf og starf 12. október 2023

Vefbókin Matreiðsla

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vefbókin Matreiðsla var gefin út fyrir skemmstu hjá Iðnú útgáfu. Um nýjung er að ræða í útgáfu matreiðslubóka á Íslandi, því aldrei hefur jafn viðamikið námsefni í matreiðslu verið gefið út í einu riti.

Bókin er ætluð til kennslu á fyrsta þrepi matvælabrauta en er jafnframt hugsað fyrir almenning, en farið er vel yfir grunnþætti matreiðslu.

Útgáfuhóf var haldið miðvikudaginn 27. september í bókabúð IÐNÚ í Brautarholti 8, þar sem gestum var gefið tækifæri til að ræða við höfunda, kynna sér vefbókina og gæða sér á léttum veitingum.

Það eru nokkrir kennarar í Menntaskólanum í Kópavogi sem standa á bak við útgáfuna og hefur mikið verið lagt upp úr því að gera kennsluefnið aðgengilegt, myndrænt og lifandi.

Í bókinni eru einnig myndir af ýmsum aðferðum sem matreiðslumenn þurfa að kunna, sýndar skref fyrir skref – hvort sem það er soðgerð eða þrif á vinnuborði. Karl Petersson tók ljósmyndir fyrir bókina og gerði einnig myndbönd, gagnvirkar orðskýringar og verkefni.

Hægt er að kaupa aðgang að vefbókinni á slóðinni vefbok.is.

7 myndir:

Skylt efni: Matreiðsla

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...