Guðni Þorvaldsson hefur lengi fengist við rannsóknir á grösum hjá LbhÍ, bæði fóðurgrösum og grösum fyrir íþróttavelli.
Guðni Þorvaldsson hefur lengi fengist við rannsóknir á grösum hjá LbhÍ, bæði fóðurgrösum og grösum fyrir íþróttavelli.
Líf og starf 17. janúar 2023

Vallarrýgresi ákveðið draumagras

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrir jól gaf Landbúnaðarháskóli Íslands út ritið Fóðurgildi nokkurra nýrra grastegunda, í ritröð háskólans.

Í ritinu kanna höfundarnir Guðni Þorvaldsson og Tryggvi Eiríksson hvernig fjórar grastegundir, sem hafa nýlega verið teknar í notkun í íslenskri túnrækt, standa sig í samanburði við tvær hefðbundnar tegundir hvað fóðurgildi varðar. Guðni segir að vallarrýgresi hafi verið ákveðið draumagras, en notkun á því hér á Íslandi er þeim vandkvæðum bundið að það hefur lítið vetrarþol.

Að sögn Guðna voru fjórar nýjar tegundir skoðaðar; vallarrýgresi, hávingull, tágavingull og axhnoðapuntur. Þær voru síðan bornar saman við vallarfoxgras og vallarsveifgras sem hafa verið í notkun lengi. Fóðurgildi var metið út frá meltanleika, heildartréni og hrápróteininnihaldi – skoðað var hvernig þessir fóðurþættir breyttust með tíma bæði í fyrri og seinni slætti.

Meiri meltanleiki og lægra trénishlutfall

Guðni segir að vallarrýgresi sé mikið notað á suðlægari slóðum álfunnar. „Gallinn við það hefur verið sá að það hefur ekki mikið vetrarþol. Það verður því framtíðarmarkmið að kynbæta það í átt til meira vetrarþols og það sama gildir einnig um hinar tegundirnar. Allar þessar fjórar tegundir þyrftu meira þol gagnvart okkar löngu og umhleypingasömu vetrum,“ segir Guðni. Hann bendir einnig á að umræða um loftslagsbreytingar hafi ýtt undir áhuga á að skoða nýjar tegundir sem myndu henta betur hlýrra veðurfari.

Axhnoðapuntur 16. júlí, mörg blöðin farin að sölna.

Í niðurstöðum ritsins kemur fram að vallarrýgresi hafi haldið háum meltanleika lengur en aðrar tegundir í rannsókninni og trénishlutfall var lægra en hjá hinum tegundunum. Hávingull mældist einnig með ágætan meltanleika og frekar lágt tréni.

Meltanleiki axhnoðapunts og tága- vinguls var heldur lægri en hjá hinum tegundunum. Axhnoðapuntur var með hæst hlutfall trénis í báðum sláttum.

Prófa þarf grastegundirnar í fóðurtilraunum

„Þó svo að tréni, meltanleiki og prótein segi mikið til um gæði grasa til fóðurs þá kemur fleira til, þannig getur bragð og áferð grasanna haft áhrif á lystugleika,“ segir Guðni. „Það væri því æskilegt að prófa þessar tegundir í fóðrunartilraunum einnig. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að ekki þarf allt fóður að vera í hæsta gæðaflokki. Það eru fyrst og fremst mjólkandi gripir sem þurfa hágæða fóður og það getur verið skaðlegt að gefa gripum sem ekki eru í vexti eða mjólkurframleiðslu of kjarnmikið hey.

Það skiptir miklu máli að þekkja eiginleika tegundanna á ýmsum sviðum, til dæmis vetrarþol, uppskeru, endurvöxt og fóðurgildi. Það nýtist okkur við val á tegundum til sáningar og þegar þær eru komnar í túnin, nýtingarmöguleika þeirra.

Sumar tegundir henta betur sem hágæða fóður en aðrar. Þær sem gefa lakara fóður má þá nýta til að fóðra fénað sem ekki þarf hágæðafóður. Þessi rannsókn er liður í því að kortleggja þessar tegundir með tilliti til fóðurgæða yfir sprettutímann. Við fáum yfirsýn yfir fóðurgæðin í upphafi sprettu og hversu hratt þau breytast með tímanum. Þetta ferli er mismunandi eftir tegundum,“ segir Guðni.

Skylt efni: vallarrýgresi

Við skurðgröft í  snarbrattri hlíð
Líf og starf 3. febrúar 2023

Við skurðgröft í snarbrattri hlíð

Hólmar Bragi Pálsson, áður búsettur á Minni-Borg í Grímsnesi en nú á Selfossi, v...

Þróa fyrsta samsetta fiskileðrið á Íslandi
Líf og starf 3. febrúar 2023

Þróa fyrsta samsetta fiskileðrið á Íslandi

Nýsköpunarfyrirtækið AMC hlaut nýverið Sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís ...

Ræðismaður skipaður í Moldavíu
Líf og starf 2. febrúar 2023

Ræðismaður skipaður í Moldavíu

Moldavía er landlukt land í Suðaustur-Evrópu og liggur milli Úkraínu og Rúmeníu....

Gerir allt með sóma
Líf og starf 1. febrúar 2023

Gerir allt með sóma

Að þessu sinni tók Bændablaðið til prufu hinn nýja Kia Niro EV. Forveri þessa bí...

Rispuhöfrungar ráku á land í Hrútafjarðarbotni
Líf og starf 1. febrúar 2023

Rispuhöfrungar ráku á land í Hrútafjarðarbotni

Um miðjan júlí síðastliðinn rak á land í botni Hrútafjarðar tvo fremur óvenjuleg...

Smáforrit sem mælir kolefnisbindingu trjáa
Líf og starf 31. janúar 2023

Smáforrit sem mælir kolefnisbindingu trjáa

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Orb vinnur að hugbúnaði sem mælir og áætlar kolefn...

Breyttir tímar
Líf og starf 31. janúar 2023

Breyttir tímar

Dagana 12. og 13. janúar var haldin í Hörpu ráðstefnan „Psychedelics as Medicine...

„Þetta getur varla verið svo flókið“
Líf og starf 27. janúar 2023

„Þetta getur varla verið svo flókið“

„Þetta getur nú ekki verið svo flókið, við hljótum að gera gert þetta.“ Hver hef...