Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Kolla við hreiður.
Kolla við hreiður.
Mynd / Æðarræktarfélag Íslands
Líf og starf 28. júní 2022

Útlitið í greininni gott

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt skráningu Æðarræktarfélags Íslands eru æðarbændur á landinu rúmlega 380 og staðsettir um allt land að söndunum á Suðurlandi undanskildum.

Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður Æðarræktarfélags Íslands, hreinsar dún.

Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður félagsins, segist ekki hafa heyrt annað en að útlitið í greininni sé gott. „Ég hef hvergi heyrt annað en að varpið líti vel út og að fuglinn hafi skilað sér vel alls staðar og ég hef ekki heyrt um fuglaflensu í æðarfugli.“

Verð hækkað

„Dúnn lækkaði töluvert í verði fyrir þremur eða fjórum árum og það seldist lítið af honum og bændur sátu uppi með birgðir en salan fór aftur að glæðast á síðasta ári og verðið hefur hækkað aftur og þegar það var sem hæst fór kílóið á rúmar tvö hundruð þúsund krónur.“

Margrétt segir að markaður fyrir dún sé víða í heiminum. „Til dæmis Japan og Þýskaland, en svo eru sífellt fleiri einstaklingar og fyrirtæki farin að selja fullunnar vörur eins og kodda, sængur og fatnað, sem eru markaðssettar á netinu og því um talsverða þróun í markaðsmálum æðarbænda að ræða.“

Helstu æðarræktarstaðir á landinu.

Markmiðið að efla æðarrækt

Æðarræktarfélag Íslands var stofnað árið 1969 og félagar eru þeir sem njóta hlunninda af æðarvarpi og þeir sem hafa áhuga fyrir æðarrækt og stofnun nýrra varpstöðva.

Á heimasíðu Æðarræktarfélags Íslands segir að félagið vinni að því að efla æðarrækt, meðal annars með því að stuðla að rannsóknum, fræðslu og leiðbeiningum um atvinnugreinina og leita leiða til að draga úr tjóni í æðarvörpum af völdum vargs. Auk þess sem félagið fylgist með sölu á æðardúni og styður við markaðsmál, með útgáfu kynningarefnis.

14 myndir:

„Við vissum að þetta var draumurinn og létum vaða!“
Líf og starf 29. júlí 2022

„Við vissum að þetta var draumurinn og létum vaða!“

Eftir að hafa alið með sér þann draum að gerast bændur í allmörg ár ákváðu...

Heilbrigð og jákvæð sýn á líkamann
Líf og starf 29. júlí 2022

Heilbrigð og jákvæð sýn á líkamann

Í tískuheiminum þetta sumarið má vart snúa sér í hálfhring án þess að ve...

Hafurinn Þorri í Finnafirði
Líf og starf 20. júlí 2022

Hafurinn Þorri í Finnafirði

Þessi glæsilegi hafur, sem heitir Þorri, á heima á bænum Felli í Finnafirði. ...

„Enda eins og ég byrjaði með föður mínum nítján ára gamall“
Líf og starf 20. júlí 2022

„Enda eins og ég byrjaði með föður mínum nítján ára gamall“

Sveinn Björnsson, garðyrkjubóndi á Varmalandi í Reykholti, hefur stundað tó...

Hundur og köttur í fanginu á heimasætunni
Líf og starf 19. júlí 2022

Hundur og köttur í fanginu á heimasætunni

Hundurinn Pipar og heimiliskötturinn á Skorrastað II í Fjarðabyggð í fanginu...

Álftirnar fóru og hafa ekki verið meira til ama
Líf og starf 18. júlí 2022

Álftirnar fóru og hafa ekki verið meira til ama

Eitt af langlífustu umkvörtunarefnum bænda í jarðrækt er ágangur fugla; aðal...

Ennishnjúkur blasir við
Líf og starf 18. júlí 2022

Ennishnjúkur blasir við

Bændablaðinu barst kveðja frá ungum lesanda í Skagafirðinum, henni Bjarkeyju D...

Gróska í norrænni matvælavinnslu og víngerðarlist
Líf og starf 18. júlí 2022

Gróska í norrænni matvælavinnslu og víngerðarlist

Nú, sem fyrr, var keppnin um norrænu matvælaverðlaunin Embluna afar hörð, en v...