Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Útisvín í Gerðarkoti í Ölfusi
Líf og starf 13. júní 2016

Útisvín í Gerðarkoti í Ölfusi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hallur Hróarsson og Berglind Kristinsdóttir keyptu nýlega jörðina Gerðarkot í Ölfusinu og hafa verið að koma sér fyrir í rólegheitunum ásamt börnum sínum og bústofni.

Samhliða bústörfunum eru þau að gera upp húsakostinn á jörðinni og starfa sem grunnskólakennarar í Hveragerði. Þau eiga fimm börn og til stendur að nokkrir grísir bætist í hópinn á næstunni.

Síðastliðið sumar voru þau í fyrsta skipti með frjáls svín á jörðinni og ólu þau með það að leiðarljósi að geta fært fólki svínakjöt af frjálsum svínum sem hafa lifað við gott atlæti á sinni ævi.

Önnur dýr á bænum eru hundur og köttur, 21 hæna, 4 hanar, 6 endur og 11 ungar, auk þess er á bænum einn gæsasteggur sem elskar að horfa á sjónvarpið. 

Berglind og Hallur segjast hafa mikinn áhuga á umhverfisvernd og náttúrunni og vilja helst rækta allt með lífrænni vottun en það ferli er flókið og dýrt, svo það mun verða einhver bið á því að það náist fullkomlega. Í vor hófu Gerðarkotsbændurnir hópsöfnunarátak þar sem þau freista þess að selja kjötið fyrirfram í samstarfi við Karolina Fund. Átakið hefur gengið vel og vakið nokkra athygli og hægt er að skoða það nánar á síðunni https://www.karolinafund.com/project/view/1400.

Skylt efni: Útisvín | Gerðarkot

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f