Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 0 ára.
Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur gefið út lambadagatal í ellefta sinn.

Í Lambadagatalinu 2025 eru allar myndir teknar á sauðburði 2024 og þær endurspegla einnigveðurfariðfráþeimárstíma,enRagnar tekur að venju allar myndirnar í dagatalið á sauðfjárbúi fjölskyldunnar í Sýrnesi.

Til gamans gert

Uppsetning og hönnun dagatalsins er einnig í höndum Ragnars, sem og fjármögnun þess og sala. Dagatalið hefur verið fjármagnað á Karolina fund síðastliðin níu ár og segir hann að fjárhagslega hafi verkefnið alltaf gengið upp. Núna hafi náðst lágmarksfjármögnun 10. nóvember og henni lokið þriðjudaginn 26. nóvember.

„Þetta átti nú bara að vera til gamans svona einu sinni, að prófa að gefa út dagatal með ljósmyndum af ómörkuðum unglömbum og forvitnast um hvort einhverjir hefðu áhuga á því og þetta er eiginlega búið að vera ævintýri síðan,“ segir Ragnar.

Fegurð og fjölbreytileiki íslensku sauðkindarinnar

Hann segir megintilgang útgáfunnar fyrst og fremst þann að breiða út fegurð og fjölbreytileika íslensku sauðkindarinnar sem hefur séð þjóðinni fyrir mat og hita frá landnámstíð, að án hennar værum við tæplega til sem þjóð í dag. „Allir hefðbundnir helgi- og frídagar eru merktir á dagatalið, einnig fánadagar, koma jólasveinanna, gömlu mánaðarheitin, tunglgangur og ýmsir dagar er tengjast sögu lands og þjóðar. Ærin Móflekka, sem er á forsíðu Lambadagatals 2025 og einnig í maímánuði, var fimmlembd í vor og hún er fyrsta ærin í okkar búskap sem nær þessum árangri. Hún er alsystir Lottu sem var fjórlembd og prýddi forsíðu dagatalsins 2024. Ekki er vitað til að þær systur séu með neitt sérstakt frjósemisgen.

Fyrir áhugasama má finna dagatölin í gegnum Facebooksíðuna HÉR

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...