Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Urtönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 6. september 2023

Urtönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Urtönd er minnsta önd Evrópu og þá jafnframt langminnsta andartegundin sem verpur hér á Íslandi. Hún er útbreidd um allt land, helst á láglendi í mýrum, tjörnum, skurðum, ám og flóum. Þessi litla buslönd er afar kvik og hraðfleyg. Þær eru nokkuð félagslyndar utan varptíma og ekki óalgengt að sjá þær í litlum hópum. Engu að síður eru þær afar styggar og fljótar að koma sér í felur ef þær verða fyrir ónæði. Líkt og aðrar buslendur éta þær fræ, plöntur og skordýr sem þær hálfkafa eftir. Urtendur eru að mestu farfuglar, stofninn er um 3.000–5.000 pör og er áætlað að um 1.000 fuglar dvelji hérna yfir veturinn. Þeir fuglar sem fara frá landinu hafa vetursetur aðallega á Bretlandseyjum en einnig Vestur-Evrópu.

Skylt efni: fuglinn

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...