Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ronja Lena Hafsteinsdóttir í hlutverki sínu sem Anna epli.
Ronja Lena Hafsteinsdóttir í hlutverki sínu sem Anna epli.
Mynd / Sara Dröfn
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust undir leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar og söngþjálfun Andreu Gylfadóttur.

Ávaxtakarfan er líflegt og skemmtilegt verk sem tekur þó á viðkvæmu efni, einelti og fordómum, en Ingi Guðmundsson, formaður Leikfélags Hveragerðis, segir boðskapinn mikilvægan og eigi erindi við alla. Viðtökur á sýningunni hafa verið fram úr öllum vonum og er uppselt á Ávaxtakörfuna á þessu ári. „Síðasta sýningin hjá okkur er sunnudaginn 8. desember og þá höfum við verið með fullt hús á alls 22 sýningum frá því í september,“ segir Ingi. „Við erum ótrúlega ánægð með viðtökurnar enda ekki sjálfgefið að sýningar áhugaleikhúsa gangi svona vel.“

Sýningin þyki bæði vönduð og metnaðarfull auk þess sem það sé augljóst að samspil leikaranna beri vott um gott flæði.

Ákveðið hefur verið að halda sýningum áfram á nýju ári og er sala hafin á janúarsýningarnar á vefsíðu Tix.is. Miði á Ávaxtakörfuna er tilvalin jólagjöf auk þess sem sýningin hentar vel fyrir skólahópa. „Hópapantanir og fyrirspurnir fara fram í gegnum netfangið leikhver@gmail.com og um að gera að hafa samband,“ segir Ingi að lokum.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...