Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Snoturt og snyrtilegt hús til fataskipta fyrir þá sem vilja bregða sér í sjóinn við Fell í Finnafirði.
Snoturt og snyrtilegt hús til fataskipta fyrir þá sem vilja bregða sér í sjóinn við Fell í Finnafirði.
Mynd / Reimar Sigurjónsson
Líf og starf 1. september 2023

Unnendur sjósunds boðnir velkomnir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Byggð hefur verið upp aðstaða til sjóbaða við bæinn Fell í Finnafirði.

Við vík í firðinum, skammt sunnan við Fell, hefur Reimar Sigurjónsson bóndi komið upp skýli til fataskipta auk þess að koma fyrir kari þar sem fólk getur skolað af sér eftir sjóbaðið.

„Aðgengi er gott fyrir þá sem vilja fara í sjóinn,“ segir Reimar. „Það eru ekki varasamir straumar þarna. Ég hef svo sem ekki yfirsýn yfir hversu aðstaðan er mikið notuð en eitthvað er nú skrifað í gesta- bókina.“ Reimar segir stíg niður að Skelinni, þ.e.a.s. skiptiaðstöðunni, gerðan úr rekavið, og stígur frá henni og langleiðina að víkinni hafi verið hellulagður með náttúruhellum og reki haldi við að neðanverðu. Svo sé gengið eftir gömlum vegi alveg niður í fjöruna. Kaðalhandrið sé með stígnum endilöngum. „Það er rennandi vatn að pallinum sem er við Skelina og fer það í gamlan sturtubotn, hugsað til þess að geta skolað sand af fótunum og mögulega einhverju fleiru,“ segir Reimar.

Ekkert gjald sé tekið fyrir notkun aðstöðunnar. Hann fékk styrk frá Brothættum byggðum til verkefnisins á grunni þess að auka við afþreyingu fyrir ferðamenn og fá þá til að staðnæmast meira en eina nótt á svæðinu.

Skelin er að miklu leyti byggð úr rekavið úr fjörunni. Reimar segi reka mjög mismunandi milli ára. „Sum ár rekur lítið og önnur nokkuð mikið,“ segir hann. „Ég fékk jafnframt styrk frá Brothættum byggðum til að gera mér aðstöðu til að framleiða vörur úr rekavið, t.d. ljós, borð, hillur og bara það sem mér dettur í hug og fólk getur líka beðið um eitthvað sérstakt og þá reyni ég að verða við því.

Ég er með stóra og mikla bandsög og fletti bolum í henni sem ég framleiði síðan vörur úr. Ég nota svo rekavið til að kynda hjá mér íbúðarhúsið að hluta. Hugmyndin er að gera mun meira af því. Þar fyrir utan eru flestar girðingar á jörðinni gerðar með rekaviðarstaurum,“ segir Fellsbóndi að lokum.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...