Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tré ársins og pálmar í Sahara
Líf og starf 23. janúar 2023

Tré ársins og pálmar í Sahara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Annað tölublað skógræktarritsins 2022 kom út skömmu fyrir síðustu jól. Að venju eru í ritinu fjöldi áhugaverðra greina sem tengjast skógrækt og ræktun.

Þar á meðal er grein um áhrif skjóls á nærviðri og plöntuvöxt, skógrækt á vonlausum svæðum og um sedrusviði Atlasfjalla og pálmalundi í Sahara.

Brynjólfur Jónsson segir frá tré ársins sem árið 2022 var sitkagreni skammt frá Systrafossi við Kirkjubæjarklaustur.

Tréð er jafnframt hæsta tré landsins. Benedikt Erlingsson birtir hugleiðingu sem hann kallar Predikun fyrir trúða. Sagt er frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2022 sem haldinn var í Hlégarði í Mosfellsbæ í september síðastliðinn og umfjöllunarefni fundarins og niðurstöðu kosninga í stjórn og nefndir.

Í ritinu er einnig að finna minningu um fjóra merka drifkrafta í skógrækt auk þess sem farið er yfir skógræktarárið 2021.

Skógræktarritið kemur út tvisvar á ári og er eina fagrit landsins sem fjallar sérstaklega um skógrækt og málefni henni tengdri.

Skylt efni: skógræktarritið

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.