Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tré ársins og pálmar í Sahara
Líf og starf 23. janúar 2023

Tré ársins og pálmar í Sahara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Annað tölublað skógræktarritsins 2022 kom út skömmu fyrir síðustu jól. Að venju eru í ritinu fjöldi áhugaverðra greina sem tengjast skógrækt og ræktun.

Þar á meðal er grein um áhrif skjóls á nærviðri og plöntuvöxt, skógrækt á vonlausum svæðum og um sedrusviði Atlasfjalla og pálmalundi í Sahara.

Brynjólfur Jónsson segir frá tré ársins sem árið 2022 var sitkagreni skammt frá Systrafossi við Kirkjubæjarklaustur.

Tréð er jafnframt hæsta tré landsins. Benedikt Erlingsson birtir hugleiðingu sem hann kallar Predikun fyrir trúða. Sagt er frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2022 sem haldinn var í Hlégarði í Mosfellsbæ í september síðastliðinn og umfjöllunarefni fundarins og niðurstöðu kosninga í stjórn og nefndir.

Í ritinu er einnig að finna minningu um fjóra merka drifkrafta í skógrækt auk þess sem farið er yfir skógræktarárið 2021.

Skógræktarritið kemur út tvisvar á ári og er eina fagrit landsins sem fjallar sérstaklega um skógrækt og málefni henni tengdri.

Skylt efni: skógræktarritið

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...