Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið 2024 en þau voru afhent á fjölskylduhátíð sveitarfélagsins 17. júní.

Marika fékk verðlaunin fyrir framlag sitt til tónlistarlífs Þingeyjarsveitar og að eiga svo ríkulegan þátt í því blómlega menningarlífi, sem glatt hefur bæði lund og geð íbúa sveitarfélagsins í gegnum árin.

Í tilnefningu Mariku segir meðal annars: „Marika er ein margra tónlistarkennara af erlendum uppruna, sem starfað hafa í samfélagi okkar í gegnum tíðina. Sum
hafa stoppað stutt, en önnur ílengst eins og hún og skotið hér rótum. Marika hefur árum saman lagt sitt af mörkum til tónlistarkennslu, tónlistarflutnings og aðstoðar við kórstjórn. Þannig hefur hún lagt inn mikilvæga vaxtarsprota meðal ungmenna og átt sinn þátt í menningarlífi sveitarfélagsins og víðar.“

Alls bárust sjö tilnefningar til menningarverðlaunanna. „Þessi fjöldi tilnefninga kom ekki á óvart þar sem öflugt menningarstarf fer fram í sveitarfélaginu svo eftir er tekið.

Þar leggja fjölmargir hönd á plóg við að halda uppi þessu öfluga starfi, oft og tíðum í sjálfboðavinnu, og við sem njótum þökkum af alhug mikið og gott framlag.

Það var því úr vöndu að ráða í ár enMarikaAlavere, tónlistarkennari og fiðluleikari, á þau svo sannarlega skilið fyrir mikilvægt starf við tónlistaruppeldi barna í sveitarfélaginu og þátttöku hennar í menningarstarfi,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...