Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið 2024 en þau voru afhent á fjölskylduhátíð sveitarfélagsins 17. júní.

Marika fékk verðlaunin fyrir framlag sitt til tónlistarlífs Þingeyjarsveitar og að eiga svo ríkulegan þátt í því blómlega menningarlífi, sem glatt hefur bæði lund og geð íbúa sveitarfélagsins í gegnum árin.

Í tilnefningu Mariku segir meðal annars: „Marika er ein margra tónlistarkennara af erlendum uppruna, sem starfað hafa í samfélagi okkar í gegnum tíðina. Sum
hafa stoppað stutt, en önnur ílengst eins og hún og skotið hér rótum. Marika hefur árum saman lagt sitt af mörkum til tónlistarkennslu, tónlistarflutnings og aðstoðar við kórstjórn. Þannig hefur hún lagt inn mikilvæga vaxtarsprota meðal ungmenna og átt sinn þátt í menningarlífi sveitarfélagsins og víðar.“

Alls bárust sjö tilnefningar til menningarverðlaunanna. „Þessi fjöldi tilnefninga kom ekki á óvart þar sem öflugt menningarstarf fer fram í sveitarfélaginu svo eftir er tekið.

Þar leggja fjölmargir hönd á plóg við að halda uppi þessu öfluga starfi, oft og tíðum í sjálfboðavinnu, og við sem njótum þökkum af alhug mikið og gott framlag.

Það var því úr vöndu að ráða í ár enMarikaAlavere, tónlistarkennari og fiðluleikari, á þau svo sannarlega skilið fyrir mikilvægt starf við tónlistaruppeldi barna í sveitarfélaginu og þátttöku hennar í menningarstarfi,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...