Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Aðalsteinn Aðalsteinsson verðlaunahafi A-flokks með hunda sína Burndale Biff, Doppu og Gló. Með honum á mynd er Hilda Linnea.
Aðalsteinn Aðalsteinsson verðlaunahafi A-flokks með hunda sína Burndale Biff, Doppu og Gló. Með honum á mynd er Hilda Linnea.
Mynd / HTH
Líf og starf 4. nóvember 2022

Þrefaldur sigur Aðalsteins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landskeppni Smalahundafélags Íslands var haldin á Húsatóftum á Skeiðum helgina 15.–16. október sl.

Smalahundadeild Árnessýslu hélt mótið á Húsatóftum á Skeiðum og lék veðrið við keppendur og áhorfendur. Keppt var í tveimur flokkum, Unghundaflokki og A-flokki.

„Í keppni sem þessari þarf hundurinn að sækja hóp kinda sem er staðsettur á enda brautar, reka í gegnum hlið, taka kindur frá hópnum og reka í litla rétt. Lengd brautar er misjöfn eftir flokkum og eru minni kröfur gerðar á unghunda en í A-flokk þar sem reyndustu hundarnir keppa,“ segir Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir hjá Smalahundafélagi Íslands. Jónleif Jørgensen frá Færeyjum og Sverrir Möller frá Ytra-Lóni dæmdu keppnina en alls tóku tíu hundar þátt.
Þrír hundar Aðalsteins Aðalsteinssonar röðuðu sér í þrjú efstu sæti A-flokks hunda og tók hann því við öllum verðlaunum í þeim flokki. Er það í fyrsta sinn í sögu Smalahundafélagsins sem það gerist.

Úrslit voru sem hér segir:

Unghundaflokkur:

1. Maríus Snær Halldórsson og Míla frá Hallgilsstöðum
2. Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir og Flís frá Hjartarstöðum
3. Marzibil Erlendsdóttir og Snúður frá Hjartarstöðum

A-flokkur:

1. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Burndale Biff frá Bretlandi
2. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum
3. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Gló frá Húsatóftum.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f