Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aðalsteinn Aðalsteinsson verðlaunahafi A-flokks með hunda sína Burndale Biff, Doppu og Gló. Með honum á mynd er Hilda Linnea.
Aðalsteinn Aðalsteinsson verðlaunahafi A-flokks með hunda sína Burndale Biff, Doppu og Gló. Með honum á mynd er Hilda Linnea.
Mynd / HTH
Líf og starf 4. nóvember 2022

Þrefaldur sigur Aðalsteins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landskeppni Smalahundafélags Íslands var haldin á Húsatóftum á Skeiðum helgina 15.–16. október sl.

Smalahundadeild Árnessýslu hélt mótið á Húsatóftum á Skeiðum og lék veðrið við keppendur og áhorfendur. Keppt var í tveimur flokkum, Unghundaflokki og A-flokki.

„Í keppni sem þessari þarf hundurinn að sækja hóp kinda sem er staðsettur á enda brautar, reka í gegnum hlið, taka kindur frá hópnum og reka í litla rétt. Lengd brautar er misjöfn eftir flokkum og eru minni kröfur gerðar á unghunda en í A-flokk þar sem reyndustu hundarnir keppa,“ segir Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir hjá Smalahundafélagi Íslands. Jónleif Jørgensen frá Færeyjum og Sverrir Möller frá Ytra-Lóni dæmdu keppnina en alls tóku tíu hundar þátt.
Þrír hundar Aðalsteins Aðalsteinssonar röðuðu sér í þrjú efstu sæti A-flokks hunda og tók hann því við öllum verðlaunum í þeim flokki. Er það í fyrsta sinn í sögu Smalahundafélagsins sem það gerist.

Úrslit voru sem hér segir:

Unghundaflokkur:

1. Maríus Snær Halldórsson og Míla frá Hallgilsstöðum
2. Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir og Flís frá Hjartarstöðum
3. Marzibil Erlendsdóttir og Snúður frá Hjartarstöðum

A-flokkur:

1. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Burndale Biff frá Bretlandi
2. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum
3. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Gló frá Húsatóftum.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...