Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Aðalsteinn Aðalsteinsson verðlaunahafi A-flokks með hunda sína Burndale Biff, Doppu og Gló. Með honum á mynd er Hilda Linnea.
Aðalsteinn Aðalsteinsson verðlaunahafi A-flokks með hunda sína Burndale Biff, Doppu og Gló. Með honum á mynd er Hilda Linnea.
Mynd / HTH
Líf og starf 4. nóvember 2022

Þrefaldur sigur Aðalsteins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landskeppni Smalahundafélags Íslands var haldin á Húsatóftum á Skeiðum helgina 15.–16. október sl.

Smalahundadeild Árnessýslu hélt mótið á Húsatóftum á Skeiðum og lék veðrið við keppendur og áhorfendur. Keppt var í tveimur flokkum, Unghundaflokki og A-flokki.

„Í keppni sem þessari þarf hundurinn að sækja hóp kinda sem er staðsettur á enda brautar, reka í gegnum hlið, taka kindur frá hópnum og reka í litla rétt. Lengd brautar er misjöfn eftir flokkum og eru minni kröfur gerðar á unghunda en í A-flokk þar sem reyndustu hundarnir keppa,“ segir Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir hjá Smalahundafélagi Íslands. Jónleif Jørgensen frá Færeyjum og Sverrir Möller frá Ytra-Lóni dæmdu keppnina en alls tóku tíu hundar þátt.
Þrír hundar Aðalsteins Aðalsteinssonar röðuðu sér í þrjú efstu sæti A-flokks hunda og tók hann því við öllum verðlaunum í þeim flokki. Er það í fyrsta sinn í sögu Smalahundafélagsins sem það gerist.

Úrslit voru sem hér segir:

Unghundaflokkur:

1. Maríus Snær Halldórsson og Míla frá Hallgilsstöðum
2. Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir og Flís frá Hjartarstöðum
3. Marzibil Erlendsdóttir og Snúður frá Hjartarstöðum

A-flokkur:

1. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Burndale Biff frá Bretlandi
2. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum
3. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Gló frá Húsatóftum.

Tungurétt í Svarfaðardal
Líf og starf 26. september 2023

Tungurétt í Svarfaðardal

„Fé er orðið afar fátt í Svarfaðardal og á réttinni var eins og undanfarin ár mu...

„Skógur nú og til framtíðar”
Líf og starf 25. september 2023

„Skógur nú og til framtíðar”

Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytjaskógrækt og skjólbe...

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Líf og starf 25. september 2023

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum

Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt ...

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun
Líf og starf 22. september 2023

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun

Það þykir tíðindum sæta þegar bætist í fremur fámennan hóp íslenskra garðyrkjubæ...

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik
Líf og starf 22. september 2023

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik

Matvælasjóður úthlutaði Fræða­setri um forystufé, sem staðsett er á Svalbarði í ...

Hvað er ... Aspartam?
Líf og starf 20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Aspartam er gerfisæta sem, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), er mögu...

Almenningsgarður rósanna
Líf og starf 19. september 2023

Almenningsgarður rósanna

Ýmis blómgróður þrífst með ágætum á Íslandi en maður rekst ekki á almenningsrósa...

Jafnvígur í sveit & borg
Líf og starf 19. september 2023

Jafnvígur í sveit & borg

Nýr smájepplingur frá Toyota byrjaði að sjást á götunum á síðasta ári. Þetta er ...