Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Aðalsteinn Aðalsteinsson verðlaunahafi A-flokks með hunda sína Burndale Biff, Doppu og Gló. Með honum á mynd er Hilda Linnea.
Aðalsteinn Aðalsteinsson verðlaunahafi A-flokks með hunda sína Burndale Biff, Doppu og Gló. Með honum á mynd er Hilda Linnea.
Mynd / HTH
Líf og starf 4. nóvember 2022

Þrefaldur sigur Aðalsteins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landskeppni Smalahundafélags Íslands var haldin á Húsatóftum á Skeiðum helgina 15.–16. október sl.

Smalahundadeild Árnessýslu hélt mótið á Húsatóftum á Skeiðum og lék veðrið við keppendur og áhorfendur. Keppt var í tveimur flokkum, Unghundaflokki og A-flokki.

„Í keppni sem þessari þarf hundurinn að sækja hóp kinda sem er staðsettur á enda brautar, reka í gegnum hlið, taka kindur frá hópnum og reka í litla rétt. Lengd brautar er misjöfn eftir flokkum og eru minni kröfur gerðar á unghunda en í A-flokk þar sem reyndustu hundarnir keppa,“ segir Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir hjá Smalahundafélagi Íslands. Jónleif Jørgensen frá Færeyjum og Sverrir Möller frá Ytra-Lóni dæmdu keppnina en alls tóku tíu hundar þátt.
Þrír hundar Aðalsteins Aðalsteinssonar röðuðu sér í þrjú efstu sæti A-flokks hunda og tók hann því við öllum verðlaunum í þeim flokki. Er það í fyrsta sinn í sögu Smalahundafélagsins sem það gerist.

Úrslit voru sem hér segir:

Unghundaflokkur:

1. Maríus Snær Halldórsson og Míla frá Hallgilsstöðum
2. Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir og Flís frá Hjartarstöðum
3. Marzibil Erlendsdóttir og Snúður frá Hjartarstöðum

A-flokkur:

1. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Burndale Biff frá Bretlandi
2. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum
3. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Gló frá Húsatóftum.

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi
Líf og starf 22. mars 2023

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi

Markaðsstofa Suðurlands vinnur nú að því að markaðssetja nýja ferðaleið, svokall...

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal
Líf og starf 21. mars 2023

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að leggja það til við Veður...

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023
Líf og starf 20. mars 2023

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023

Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe hlutu umhverfis- viðurkenningu Fjallabyggðar ...

Eyrugla
Líf og starf 20. mars 2023

Eyrugla

Eyrugla er nýlegur landnemi hérna á Íslandi. Hún var áður reglulegur gestur en u...

Mesta áskorunin er að stoppa upp uglur
Líf og starf 17. mars 2023

Mesta áskorunin er að stoppa upp uglur

Brynja Davíðsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir uppstoppun á ýmsum tegundum d...

Dráttarvél mýkri en Range Rover
Líf og starf 17. mars 2023

Dráttarvél mýkri en Range Rover

Undanfarna þrjá áratugi hefur hinn breski vinnuvélaframleiðandi JCB framleitt dr...

Gerði lokræsi um land allt
Líf og starf 16. mars 2023

Gerði lokræsi um land allt

Pálmi Jónsson fór um land allt og útbjó lokræsi í ræktarlandi bænda með plógi sm...

Steinefna- og próteinríkur afskurður
Líf og starf 16. mars 2023

Steinefna- og próteinríkur afskurður

Mikið fellur til af stilkum, laufblöðum og öðrum afskurði frá íslenskri garðyrkj...