Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þráðlag í Heimilissafninu
Líf og starf 20. júní 2022

Þráðlag í Heimilissafninu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sumarsýning Heimilissafnsins á Blönduósi ber heitið Þráðlag og er þar að finna verk eftir Ragnheiði Björk Þórsdóttur.

Verkin á sýningunni eru unnin í gagnbindingar-vefstól, stafrænum TC2 vefstól og pappír og flest unnin á þessu og síðasta ári.

Viðfangsefni Ragnheiðar á þessari sýningu er uppbygging og áferð vefnaðarins og hvernig þáttur uppistöðu og ívafs breytist við val á aðferðum sem notaðar eru í ferlinu.

Hún nýtir sér bæði hliðrænar og stafrænar aðferðir við vefinn og ferðast frá hinu einfalda til hins flókna.

Ragnheiður hefur lengi rannsakað vefnaðarmunstur og uppbyggingu þeirra og að þessu sinni hafa sum verkin tengingu við safnmuni á Heimilisiðnaðarsafninu og einnig við Halldóru Bjarnadóttur og ævi hennar. Ragnheiður er með vinnustofu á Grenivík og er í hlutastarfi sem sérfræðingur á sviði vefnaðar og hjá Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi.

Sýningin stendur yfir til 31. ágúst og er opin frá klukkan 10 til 17 alla daga.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...