Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þrjár hressar í þjóðbúningum á toppi Tindastóls, allt félagskonur í Pilsaþyt. Frá vinstri: Guðrún Ingólfsdóttir, Svava María Ögmundsdóttir og Sigríður Ingólfsdóttir.
Þrjár hressar í þjóðbúningum á toppi Tindastóls, allt félagskonur í Pilsaþyt. Frá vinstri: Guðrún Ingólfsdóttir, Svava María Ögmundsdóttir og Sigríður Ingólfsdóttir.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 3. september 2024

Þjóðbúningarnir heiðraðir

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjallkonuhátíð fer fram í Skagafirði dagana 7. og 8. september. Hátíðin er haldin fyrst og fremst til að heiðra minningu frumkvöðla í þjóðbúningamenningu okkar Íslendinga.

Í ár eru 150 ár liðin frá andláti Sigurðar Guðmundssonar, sem nefndur var „Sigurður málari“. Hann var fæddur á Hellulandi í Hegranesi í Skagafirði og uppalinn í Skagafirði. Hann var mikill áhugamaður um íslenska búninga og hannaði m.a. íslenska skautbúninginn eins og við þekkjum hann í dag.

Hugmyndin kom frá Þjóðbúningafélagi Íslands og er haldin í samstarfi við Pilsaþyt í Skagafirði og Annríki – þjóðbúningar og skart í Hafnarfirði.

Jóhanna Björnsdóttir og Ásta Ólöf Jónsdóttir eru dyggir stuðningsmenn Tindastóls í körfubolta og eru hér með Íslandsmeistarabikarinn.
Kvenfélag Rípurhrepps

„Sigurður átti tengsl við Sigurlaugu Gunnarsdóttur í Ási í Hegranesi, sem var mikil framákona á sinni tíð. Hún kom að stofnun fyrsta kvenfélags á Íslandi, Kvenfélags Rípurhrepps, sem enn er starfandi. Sigurlaug saumaði elsta skautbúninginn sem varðveist hefur eftir fyrirmynd Sigurðar málara. Þriðji aðilinn er síðan Guðrún Skúladóttir (1740– 1816), dóttir Skúla fógeta, fædd á Ökrum í Blönduhlíð, mikil hannyrðakona og var nefnd „Blómstranna móðir“.

Um þetta fólk má meðal annars fræðast á hátíðinni í erindi Hildar í Annríki,“ segir Ásta Ólöf Jónsdóttir, sem er í forsvari fyrir Fjallkonuhátíðinni.

Klæddist fyrst upphlut í menntaskóla

Ásta Ólöf greinir heilmikla þjóðbúningastemningu í þjóðfélaginu núna. Alltaf sé gaman að sjá þingkonur og ráðherra skrýðast búningum við hátíðleg tækifæri og þá ekki síður þær yngri en hinar eldri.

„Þjóðbúningadagar framhaldsskólanna hafa líka örugglega sitt að segja. Ég til dæmis klæddist upphlut í fyrsta sinn nítján ára gömul á árshátíð Menntaskólans á Akureyri, búningi sem mamma saumaði sér fermingarárið mitt. Þá ákvað ég að svona ætlaði ég að eignast þegar ég yrði stór,” segir Ásta Ólöf hlæjandi og bætir við að þjóðbúningar kvenna hafa verið meira áberandi en karla enda fjölbreyttari, en karlarnir koma þó sterkir inn. Bæði hafi konurnar verið duglegar að sauma á þá og svo séu alltaf einhverjir sem sauma sjálfir.

Fjölbreytt dagskrá

Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt en hún verður sett formlega laugardaginn 7. september klukkan 13 í Miðgarði með ávarpi forystukvenna í Pilsaþyt og Þjóðbúningafélagi Íslands. Að því loknu verður glæsileg þjóðbúningasýning Annríkishjónanna Hildar og Ása á efri hæð í Miðgarði. Aðgangur að sýningunni er ókeypis.

Þar verða til sýnis búningar af öllum stærðum og gerðum. Klukkan 15.45 þennan dag verður líka sérstök þjóðbúningamyndataka í Miðgarði, með öllum sem mæta í þjóðbúningum. Á sunnudag verður rútuferð á slóðir frumkvöðlanna. Í hana þarf að skrá sig hjá Pilsathytur@gmail.com og hún kostar 4.000 krónur.

Ásta Ólöf í sínum fallega þjóðbúningi en hún er í forsvari fyrir Fjallkonuhátíðina.
Pylsaþytur áberandi í Skagafirði

Þegar Ásta Ólöf er spurð út í þennan mikla áhuga á þjóðbúningum í Skagafirði er hún fljót til svars. „Við í Pilsaþyt reynum að vera áberandi við hin ýmsu tækifæri. Hér eru margir sem eiga búninga en hér bjó einmitt kona um árabil, Helga Sigurbjörnsdóttir, sem nú er látin en hún hélt námskeið og aðstoðaði marga við að koma sér upp búning. Við Pilsaþytskonur saumuðum í sameiningu kyrtil sem Fjallkona Skagfirðinga klæðist á 17. júní og notaður er við hátíðleg tækifæri hér í firðinum. Hann verður væntanlega sýnilegur á hátíðinni. Pilsaþytur rekur sig aftur til ársins 2013 þó formlega hafi félagið verið stofnað 10. mars 2019 í baðstofunni í Glaumbæ.“

Allar nánari upplýsingar og dagskrá Fjallkonuhátíðarinnar er að finna á Facebookviðburðinum „Fjallkonuhátíð í Skagafirði 7.–8. september 2024“.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...