Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Margir um borð í Esjunni voru fegnir að sjá að herskipin í Reykjavíkurhöfn voru bresk en ekki þýsk. Mynd / úr bókinni Þegar heimurinn lokaðist.
Margir um borð í Esjunni voru fegnir að sjá að herskipin í Reykjavíkurhöfn voru bresk en ekki þýsk. Mynd / úr bókinni Þegar heimurinn lokaðist.
Líf og starf 12. nóvember 2020

Þegar heimurinn lokaðist

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið er 1940 og heimurinn er vígvöllur. Ferðir milli Íslands og Evrópu hafa lagst af vegna styrjaldarinnar. Víða um lönd eru Íslendingar sem þrá að komast heim.

Í bókinni Þegar heimurinn lokast segir sagnfræðingurinn Davíð Logi Sigurðarson á lifandi og fræðandi hátt um aðdraganda þess að íslenskir embættismenn eftir margra mánaða þrotlausa fá Þjóðverja og Bretar til að samþykkja að Íslendingar megi senda Esjuna, stærsta skip þjóðarinnar á þeim tíma, til að sækja Íslendinga sem voru strandaglópar í Evrópu í einni ferð.

Þegar heimurinn lokaðist er sagan af fólkinu sem lagði í sögulega hættuför frá Norðurlöndum og meginlandi Evrópu til Petsamo við Norður-Íshafið og sigldi út á haf þar sem tundurdufl og kafbátar leyndust.

Margir Petsamo-faranna höfðu lokið námi í vísindum og listum og áttu eftir að reynast landi og þjóð ómetanlegir á ýmsum sviðum mannlífsins á komandi áratugum.

Bókin er prýdd tugum ein­stakra ljósmynda sem ekki hafa komið fyrir sjónir almennings áður. Útgefandi er Sögur útgáfa.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...