Bjarmaland, félag atvinnuveiðimanna, hefur verið lífgað við.
Bjarmaland, félag atvinnuveiðimanna, hefur verið lífgað við.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 17. maí 2023

Þarf að minnka það tjón sem refir og minkar valda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Aðalfundur Bjarmalands, félags atvinnuveiðimanna í ref og mink var haldinn þann 16. apríl á Brúnum í Eyjafirði.

Garðar Páll Jónsson er nýr formaður Bjarmalands, félags atvinnuveiðimanna í ref og mink.

Starf félagsins hefur legið niðri í nokkur ár en að sögn Garðars Páls Jónssonar, nýkjörins formanns, var þörf á því að lífga félagið við til að halda áfram þeirri vinnu að minnka það tjón sem refir og minkar valda og nýta þá reynslu sem veiðimenn félagsins búa yfir.

Rúmlega þrjátíu félagsmenn voru mættir til fundar sem einnig var sendur út á netinu fyrir þá sem gátu ekki komið. Snorri Jóhannesson, fráfarandi formaður, á Augastöðum setti fundinn og hafði framsögu þar sem hann fór meðal annars yfir störf félagsins síðustu ár. Garðar segir að félagið árétti þörfina á því að unnið sé áfram í því að halda stofnstærð á ref og mink niðri og líst félagsmönnum illa á þær hugmyndir sveitarfélaga um að komast ódýrt frá þessari skyldu sinni með því að ráða „spákaupmenn“ til að sinna þessari vinnu.

Kjör veiðimanna versnað

Meðal þeirra mála sem voru til umræðu á fundinum voru kjör veiðimanna, en að sögn Garðars hefur kostnaður vegna þessara veiða hækkað gríðarlega undanfarin ár en skotlaun nokkurn veginn staðið í stað og ekki fylgt vísitölu. „Það er mikilvægt að leiðrétta kjör félagsmanna og greiða þeim sanngjörn laun fyrir vinnu sína, akstur er í mörgum tilfellum mjög mikill og lítið hefur verið gert í að greiða fyrir hann. Svo dæmi sé tekið.

Svo verður að skoða hvernig á að taka á útungunarstöðvum refs og minks í friðlöndum og þjóðgörðum, það er vafasamur gjörningur að ætla sér að hlúa að fuglalífi á þessum stöðum en bjóða jafnframt upp á veisluborð fyrir þá varga sem geta alist þar upp óáreittir.

Það hefur sýnt sig að lítil sem engin grenjaleit að vori leiðir til þrálátra vandræða vegna dýrbíts á þeim svæðum sem slíkt hefur verið reynt, félaginu líst illa á hugmyndir sveitarfélaga að borga ekki fyrir leit þó svo að lögin gefi þeim svigrúm til að gera þetta á þennan veg,“ segir Garðar.

Fráleitt að kostnaður lendi á æðarbændum

Að sögn Garðars ræddu félagsmenn um að bæta þurfi vargvöktun kringum æðarvörp og finna þurfi grundvöll til að leysa þau mál. „Ef grenjaleit er hætt á þeim svæðum sem æðarvarp eru, stóreykst sú vinna sem þarf að sinna til að halda ref frá varpinu. Þessi vinna lendir á eigendum varpsins og þeirra að greiða fyrir hana, það er algjörlega fráleitt að þessi kostnaður lendi á æðarbændum, oftast er þessi kostnaðaraukning komin til vegna slælegrar vinnu sveitarfélaga.

Auka þarf minkaveiði, það hefur sýnt sig ítrekað að honum má halda niðri með góðri og réttri vinnu en um leið og slakað er á stóreykst fjöldinn, nóg er komið af rannsóknum á þessum málum, frekar er að setja stærri fjárhæðir í að útrýma mink, allavega á þeim svæðum þar sem það er hægt, og svo það sé áréttað, það er hægt að útrýma mink á vissum svæðum.“

Sauðfjárbændur tilkynni tjón

Garðar minnir veiðimenn á að mikilvægt sé að sinna rannsóknarvinnu samhliða vinnu sinni, með aukinni þekkingu á bráðinni og lífi hennar veitist betri skilningur á henni. Þá beinir hann því til sauðfjáreigenda að skrá niður tjón vegna refa og tilkynni til Matvælastofnunar.

Í nýrri stjórn Bjarmalands eru þeir Garðar Páll Jónsson formaður, úr Skagafirði, Daði Lange Friðriksson gjaldkeri, úr Þingeyjarsveit, Þórir Indriðason úr Borgarfirði, Keran St. Ólafsson frá Patreksfirði og Jón Kristinsson úr Reykjavík. Félagar eru um 200 talsins.

Skylt efni: Bjarmaland

Helsingi
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í...

Stúdentar fluttir í Sögu
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu...

Þessi þögla týpa
Líf og starf 1. júní 2023

Þessi þögla týpa

Bændablaðið fékk til prufu rafmagns-liðlétting frá Giant. Þessi græja er á marga...

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis
Líf og starf 1. júní 2023

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis

Garðyrkjubændurnir Auðunn Árnason og María C. Wang á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyg...

Bambahús hasla sér völl
Líf og starf 31. maí 2023

Bambahús hasla sér völl

Hugmyndin að Bambahúsunum varð til í ársbyrjun 2020 hjá fjölskyldu í Bolungarvík...

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. S...

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem mu...

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...