Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka. Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka.
Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka. Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka.
Mynd / EB
Líf og starf 8. október 2018

Það tekur um viku og 137 dagsverk að smala allan afrétt Fljótsdælinga

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Laugardaginn 22. september var réttað í Melarétt í Fljótsdal. Hátt á fjórða þúsund fjár var í réttinni, að sögn Jóhanns F. Þórhallssonar fjallskilastjóra. 
 
Afréttur Fljótsdælinga er afar víðfeðmur og skiptist í sex gangnasvæði sem eru Útheiði, 171 km2, en það fé er rekið í Melarétt. Þá er Rani, sem er 230 km2, Undir-Fell, 308 km2, Múli 232 km2, Kiðafell og Hraun, 103 km2 og Villingardalur, Flataheiði og Gilsárdalur 90 km2. 
 
137 dagsverk
 
Það eru lögð á 137 dagsverk til að smala þessi svæði. Gangnamenn eru sumir búnir að vera í smalamennskum á aðra viku. 
 
Göngum var flýtt vegna norðanáhlaupsins sem gerði um miðja vikuna á undan. Það fé sem er réttað á Melarétt kemur úr Útheiði, Rana, Undan-Fellum og af Vesturöræfum.
 
Ein stærsta rétt landsins var hlaðin úr grjóti fyrir 118 árum
 
Melarétt er ein stærsta rétt landsins, var hlaðin um aldamótin 1900 úr grjóti úr Bessastaðaá og er mikið mannvirki. Halldór Benediktsson teiknaði og stjórnaði byggingu réttarinnar, fyrst var réttað í Melarétt 26 sept. 1902. Þar sem grjótið í réttinni er sorfið undan árstraumnum þarf hún talsvert viðhald. Fjöldi fólks var í réttinni, heimamenn ásamt vinum og nágrönnum og gekk greiðlega að draga í sundur, margar hendur vinna ávallt létt verk. Réttarstjóri var Hjörtur E. Kjerúlf, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, og stýrði hann skömmtun á fé inn í dráttarhring úr almenningi.

11 myndir:

Skylt efni: Melarétt | réttir

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...