Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Katrín (t.h) með nýja plakatið sitt um íslensku húsdýrin sem hún var að teikna og gefa út.
Katrín (t.h) með nýja plakatið sitt um íslensku húsdýrin sem hún var að teikna og gefa út.
Mynd / mhh
Líf og starf 14. nóvember 2023

Teiknar íslensku húsdýrin

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Listakonan Katrín J. Óskarsdóttir í Miðtúni við Hvolsvöll gaf nýlega út veggspjald með íslensku húsdýrunum.

„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar, teikningarnar koma út algerlega eins og ég teikna þær og prentun, pappír og allur frágangur er til fyrirmyndar. Svona plakat er mjög fræðandi fyrir t.d. skóla og leikskóla þar sem hægt er að sjá öll dýrin saman sem teljast til íslensku húsdýranna í réttum lit og útliti.“

Katrín, sem er með vinnustofu heima hjá sér, teiknar flesta daga en auk dýranna teiknar hún líka andlitsmyndir. „Núna er ég að teikna íslensku sauðalitina en hugmyndin er að gefa út plakat með þeim líka. Í þeirri vinnu hef ég kynnst mörgum sauðfjárbóndanum en þrátt fyrir að hafa alist upp í sveit þar sem voru meðal annars kindur hef ég fræðst ótrúlega mikið um sauðkindina og komist að því að kind er ekki sama og kind,” segir Katrín hlæjandi.

Hægt er að skoða verk Katrínar á Facebook-síðum hennar, annars vegar íslensku húsdýrin og hins vegar Fólk/People Art Gallery. Nýja húsdýraplakatið fæst m.a. í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli, í bókabúðum víða um land og í Húsdýragarðinum.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...