Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tómas Veigar Sigurðarson.
Tómas Veigar Sigurðarson.
Líf og starf 6. september 2024

Teflt á netinu

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Vinsældir netskákar náðu hámarki á Covid- tímunum og vinsælasti vefurinn, chess. com, náði inn á topp 100 listann yfir mest skoðuðu vefsíður í heimi á þeim tíma.

Einnig hjálpuðu þættirnir Queens Gambit á Netflix til við að auka vinsældir skákarinnar bæði á netinu og í raunheimum. Ekki liggur fyrir hve margir Íslendingar tefla reglulega á netinu, en þeir skipta einhverjum þúsundum. Virkir íslenskir skákmenn sem tefla í raunheimum yfir borðið (OTB á ensku) eru á bilinu 800–1.000 og þeir eru oftast virkir á netinu líka.

Það standa þó nokkrir möguleikar til boða ef menn vilja reyna fyrir sér í netskák. Chess.com og Lichess.org eru vinsælustu skáksíðurnar, en það eru fleiri kostir í boði, eins og t.d. Gameknot.com. Á öllum þessum síðum geta menn teflt við andstæðinga um allan heim og þú ræður tímamörkunum.

Hægt er að tefla hraðskákir þar sem tímamörkin eru frá 1 mín. fyrir alla skákina og upp í nokkra daga á hvern leik, sem mætti kalla nútíma bréfskák. Að sjálfsögðu gilda slíkar skákir ekki til alvöru elo-skákstiga hjá alþjóðaskáksambandinu FIDE, en allar þessar síður hafa sín eigin skákstig sem oft svipar til þeirra skákstiga sem skákmenn hafa í raunheimum, eða líklegt er að skákmenn nái reyni þeir fyrir sér á alvöru skákmótum þar sem teflt er yfir borðið.

Tómas Veigar Sigurðarson, nemandi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tefldi eina slíka á vefnum Gameknot fyrir um 10 árum síðan. Tómas var með svart og á leik. Eins og sjá má á stöðumyndinni á andstæðingur hans mát í einum leik (Dxf8) og í fljótu bragði á svartur engan leik sem kemur í veg fyrir mát. En Tómas fann eina leikinn sem kemur í veg fyrir mát og sá leikur er alls ekki augljós og lítur út fyrir að vera alveg galinn í fljótu bragði. En við eftir á skoðun er leikurinn alger snilld og ekki á allra færi að sjá hann.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Dc1 skák !!. er leikurinn og hvítur getur gefið skákina strax. Ef hann drepur drottningu svarts á c1 kemur Bxf6 skák og drottning hvíts fellur í kjölfarið og svartur stendur eftir með biskup og fimm peð gegn fjórum peðum hvíts. Ef hvítur færir kónginn úr skák fellur drottning hvíts á c1 og svartur er með kolunnið tafl.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...