Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og gestir við opnun Austurleiðarsýningarinnar.
Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og gestir við opnun Austurleiðarsýningarinnar.
Mynd / mhh
Líf og starf 8. janúar 2024

Sýning á sögu Austurleiðar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sýning á sögu rútufyrirtækis opnaði nýlega í Skógum undir Eyjafjöllum.

Í tilefni af 60 ára afmæli rútufyrirtækisins Austurleiðar í Rangárvallasýslu fyrr á þessu ári ákvað Rótarýklúbbur Rangæinga að hafa það að markmiði sínu að koma upp sýningu um starfsemi fyrirtækisins á Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum.

Það hefur nú tekist því 16. nóvember var sýningin opnuð formlega að viðstöddum forsvarsmönnum safnsins og Rótarýklúbbsins.

„Á sýningunni er farið yfir fyrstu 20 árin eftir stofnun hlutafélagsins Austurleiðar á spjöldum með myndum og texta, sem ég veit að margir hafa gaman af því að skoða. Þá má geta þess að fyrsta rúta fyrirtækisins, L-502, er í eigu safnsins og til stendur að gera hana upp. Hún er illa farin en er nú komin í skjól og mun njóta þeirrar virðingar sem hún á skilið,“ segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir, fyrrum forseti Rótarýklúbbs Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum.

Hlutafélagið Austurleið var stofnað þann 1. apríl 1963 á Hvolsvelli af átta hluthöfum. Fyrirtækið var með áætlunarferðir frá Reykjavík og að Múlakoti í Fljótshlíð og einnig austur í Vík og á Kirkjubæjarklaustur.

Bílaeign var ekki almenn á þessum tíma og því þótti mörgum gott að geta brugðið sér til Reykjavíkur í dagsferð til að sinna margs konar erindum.

Rútan L-502 frá Austurleið árgerð 1963, sem er í eigu Samgöngusafnsins í Skógum, en til stendur að gera hana upp. Verður það eflaust mikil vinna miðað við ástand rútunnar.

Skylt efni: Austurleið | Samgöngusafn

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...