Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Svona er fyrirhugað að risakýrin Edda muni líta út.
Svona er fyrirhugað að risakýrin Edda muni líta út.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 26. október 2021

Sýndi og seldi ljósmyndir og styrkti smíði á risakúnni Eddu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Þetta gekk frábærlega vel, betur en ég nokkurn tíma þorði að vona,“ segir Hólmgeir Karlsson, sem sýndi ljósmyndir í listaskálanum á Brúnir horse í Eyjafjarðarsveit tvær helgar í október. Myndirnar voru til sölu og fór andvirðið í að styrkja söfnun vegna smíði á risakú sem verður nýtt kennileiti í sveitarfélaginu.

Hólmgeir seldi 71 mynd og lagði söfnuninni til 753.700 krónur. Alls hafa safnast tæpar 4 milljónir króna en heildarkostnaður við verkefnið nemur um 5 milljónum króna.

Ljósmyndun hefur verið áhugamál Hólmgeirs frá unga aldri og hefur hann lengi gælt við að halda sýningu á myndum sínum. „Ég hef aldrei haft löngun til að selja myndirnar mínar eða fá pening fyrir þær, mér finnst svo mikið frelsi fólgið í því að eiga ljósmyndun fyrir áhugamál. Frelsið sem fylgir því að ekkert reki mann áfram nema gleðin við að taka góða mynd er mér svo dýrmætt,“ segir Hólmgeir.

Hólmgeir Karlsson við opnun sýningarinnar. Hann seldi 71 mynd og fékk fyrir 753 þúsund krónur sem hann gefur í verkefni sem unnið er að í Eyjafjarðarsveit, smíði á risakú sem ber heitið Edda.

Nýtt kennileiti í Eyjafjarðarsveit

Um skeið hefur verið unnið að því að útbúa risakú, Eddu, og koma fyrir sem nýju kennileiti í einu helsta mjólkurframleiðsluhéraði landsins. Hólmgeir segir fjármögnun verksins byggja á því að takist að safna fyrir smíðinni. „Mér fannst söfnunin ekki ganga nógu hratt og að hana vantaði athygli, þá fékk ég þessa hugmynd að halda sýningu, selja myndir og láta söluandvirðið renna óskert til styrktar smíði á Eddu,“ segir Hólmgeir, sem ámálgaði hugmyndina við Hugrúnu Hjörleifsdóttur og Einar Gíslason á Brúnum. „Þau tóku mér strax opnum örmum, lögðu til sýningarsalinn og hjálpuðu mér að láta hugmyndina verða að veruleika.“ 

Beate Stormo, eldsmiður í Kristnesi, ásmt Hólmgeiri á opnun sýningarinnar á Brúnum um fyrri helgi. Beate smíðar Eddu, risakú sem verður nýtt kennileiti í Eyjafjarðarsveit, og Hólmgeir styrkir smíðina með söluandvirði ljósmynda sinna.

Fjölmenni leit inn á opnun, gerði sér veitingar að góðu og skoðaði ljósmyndir.

Besti áfangastaður í heimi 2022
Líf og starf 30. nóvember 2021

Besti áfangastaður í heimi 2022

Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ...

Svo til allar lóðir seldar í fyrsta áfanga
Líf og starf 29. nóvember 2021

Svo til allar lóðir seldar í fyrsta áfanga

Meiri áhugi hefur verið á húsum í Hagabyggð í Hörgársveit en gert var ráð fyrir ...

Ræktun á brúskfé
Líf og starf 29. nóvember 2021

Ræktun á brúskfé

Brúskfé er sjaldgæft í íslenska sauðfjárstofninum en margir hrífast af því og fi...

Fjórar viðurkenningar veittar fyrir góð störf
Líf og starf 26. nóvember 2021

Fjórar viðurkenningar veittar fyrir góð störf

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin nýverið en ekki reyndis...

Centaur-dráttarvél, árgerð 1934 er komin til Hvanneyrar
Líf og starf 25. nóvember 2021

Centaur-dráttarvél, árgerð 1934 er komin til Hvanneyrar

Það var hátíðarstund á Land­búnaðar­safni Íslands á Hvanneyri laugardaginn 6. nó...

Margvíslegt hagræði með skiptibeit
Líf og starf 25. nóvember 2021

Margvíslegt hagræði með skiptibeit

Í Lækjartúni í Ásahreppi eru bændurnir byrjaðir á tilraunum í beitarstjórnun, þa...

Hrútasýning í Hrútafirði
Líf og starf 16. nóvember 2021

Hrútasýning í Hrútafirði

Þrátt fyrir áföll í sauðfjárbúskap og slaka afkomu sauðfjárbænda undanfarin ár v...

Ásbjörn Pálsson og Helga Jóhannsdóttir, bændur í Syðri-Haukatungu II, áttu besta lambhrútinn
Líf og starf 12. nóvember 2021

Ásbjörn Pálsson og Helga Jóhannsdóttir, bændur í Syðri-Haukatungu II, áttu besta lambhrútinn

Héraðssýning lambhrúta á Snæ­fellsnesi var haldin laugar­daginn 16. október og v...