Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fjölskyldan mín er sköpuð til að brjóta upp hversdagsleikann á heimilinu. Þemað er hin íslenska fjölskylda. Þjóðbúningurinn, torfbærinn, húsdýrin og sveitin fagra tengja okkur fortíðinni og rótum okkar.
Fjölskyldan mín er sköpuð til að brjóta upp hversdagsleikann á heimilinu. Þemað er hin íslenska fjölskylda. Þjóðbúningurinn, torfbærinn, húsdýrin og sveitin fagra tengja okkur fortíðinni og rótum okkar.
Líf og starf 7. janúar 2015

Sveitarómantíkin einkennir Glösin „Fjölskyldan mín“

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Glös sem bera heitið Fjölskyldan mín eru nú aftur fáanleg í verslunum eftir nokkurra ára hlé. Þau  samanstanda af ömmu, afa, móður, föður, strák og stelpu og eiga sér dyggan hóp aðdáenda að sögn hönnuða þeirra, Ingibjargar Hönnu Bjarnadóttur og Dagnýjar Kristjánsdóttur.
 
Þær stöllur hafa fengið fyrirspurnir um hvort glösin komi ekki á nýjan leik í sölu, enda stækka fjölskyldur og margir vilja þá stækka glasasafn sitt í leiðinni.
 
Glösin komu fyrst á markað árið 2005 og nutu fádæma vinsælda. Þær Ingibjörg og Dagný eru gamlar vinkonur úr Versló. Dagný er margmiðlunarhönnuður frá Teknisk Akademia SydKolding og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún starfar nú sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Ingibjörg er grafískur hönnuður útskrifuð frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur haldið sig á hönnunarbrautinni og er ein af okkar þekktustu hönnuðum og rekur fyrirtækið IHANNA HOME. Af hennar þekktustu verkum má nefna krummaherðatré og Ekki rúdolf snaga.
 
Þar sem þær stöllur sneru sér að öðrum hugðarefnum ákváðu nákomnir ættingar að taka að sér að sjá um framleiðslu og dreifingu glasanna í samstarfi við þær. Fyrirtækið sem sér um dreifinguna er fjölskyldufyrirtæki sem heitir Living Iceland. Jafnframt hafa nýjar vörur bæst við, servéttur og gjafakort. Karafla er einnig á teikniborðinu.
 
Þrá eftir gömlum góðum gildum
 
Um glösin segir í tilkynningu:  „Fjölskyldan mín er sköpuð til að brjóta upp hversdagsleikann á heimilinu. Þemað er hin íslenska fjölskylda. Þjóðbúningurinn, torfbærinn, húsdýrin og sveitin fagra tengja okkur fortíðinni og rótum okkar. Það má finna ákveðna fortíðarþrá í glösunum. Þrá eftir gömlum góðum gildum þegar allt var í föstum skorðum. Kvöldmatur var alltaf klukkan sjö á kvöldin og allir borðuðu og spjölluðu saman. Glösin er upplagt að nota í slíkar samverustundir, þar sem allir eiga sitt ákveðna glas.“
 
Markmiði að höfða til allra
 
Glösin eru hönnuð með það að markmiði að höfða til allra, bæði ungra sem aldinna. Þess vegna eru þau litrík og glaðleg. Sveitarómantíkin sem einkennir þau, íslensku húsdýrin og íslenski fáninn gera þau þjóðleg og því eru þau tilvalin gjafavara eða minjagripir fyrir erlenda vini eða ferðalanga.
Glösin eru framleidd í Þýskalandi. Það er prentað á glösin um leið og þau eru búin til og þannig nást mikil gæði. 

6 myndir:

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...