Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Forsvarsmenn sveitarfélaganna fjögurra ásamt forsvarsmönnum hestamannafélagsins Jökuls í reiðhöllinni á Flúðum við undirritun samstarfssamningsins
Forsvarsmenn sveitarfélaganna fjögurra ásamt forsvarsmönnum hestamannafélagsins Jökuls í reiðhöllinni á Flúðum við undirritun samstarfssamningsins
Líf og starf 25. janúar 2023

Sveitarfélög styðja hestamenn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, undirrituðu nýlega samstarfssamning við Hestamannafélagið Jökul.

Tilgangur samningsins er m.a. að efla samstarf sveitarfélaganna og hestamannafélagsins Jökuls, tryggja öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga og efla starf félagsins.

„Áhersla er á fagmennsku og þekkingu í starfi félagsins og forvarnir með fræðslu til iðkenda og starfsmanna um skaðsemi vímuefna, einelti, kynbundið áreiti, kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Í samningnum, sem gildir út árið 2026, er kveðið á um árlegan fjárhagslegan stuðning sveitarfélaganna við félagið,“ segir í tilkynningu frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar, Ástu Stefánsdóttur.

Hestamannafélagið Jökull var stofnað árið 2022, eftir sameiningu hestamannafélaganna Loga, Smára og Trausta og nær starfssvæði þess yfir öll sveitarfélögin fjögur. Í tilkynningu segir að ánægja sé með sameininguna og hafi nú þegar sýnt sig að starf félagsins sé öflugt.

Mannlíf á Búnaðarþingi
Líf og starf 25. mars 2024

Mannlíf á Búnaðarþingi

Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtu...

Stjörnuspá 21. mars - 11.  apríl
Líf og starf 21. mars 2024

Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl

Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jaf...

Félagsskapur eldri borgara
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. ...

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...