Forsvarsmenn sveitarfélaganna fjögurra ásamt forsvarsmönnum hestamannafélagsins Jökuls í reiðhöllinni á Flúðum við undirritun samstarfssamningsins
Forsvarsmenn sveitarfélaganna fjögurra ásamt forsvarsmönnum hestamannafélagsins Jökuls í reiðhöllinni á Flúðum við undirritun samstarfssamningsins
Líf og starf 25. janúar 2023

Sveitarfélög styðja hestamenn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, undirrituðu nýlega samstarfssamning við Hestamannafélagið Jökul.

Tilgangur samningsins er m.a. að efla samstarf sveitarfélaganna og hestamannafélagsins Jökuls, tryggja öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga og efla starf félagsins.

„Áhersla er á fagmennsku og þekkingu í starfi félagsins og forvarnir með fræðslu til iðkenda og starfsmanna um skaðsemi vímuefna, einelti, kynbundið áreiti, kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Í samningnum, sem gildir út árið 2026, er kveðið á um árlegan fjárhagslegan stuðning sveitarfélaganna við félagið,“ segir í tilkynningu frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar, Ástu Stefánsdóttur.

Hestamannafélagið Jökull var stofnað árið 2022, eftir sameiningu hestamannafélaganna Loga, Smára og Trausta og nær starfssvæði þess yfir öll sveitarfélögin fjögur. Í tilkynningu segir að ánægja sé með sameininguna og hafi nú þegar sýnt sig að starf félagsins sé öflugt.

„Þetta getur varla verið svo flókið“
Líf og starf 27. janúar 2023

„Þetta getur varla verið svo flókið“

„Þetta getur nú ekki verið svo flókið, við hljótum að gera gert þetta.“ Hver hef...

Að eldast með reisn
Líf og starf 26. janúar 2023

Að eldast með reisn

Öll skulum við ganga með sæmd og veita öðrum af visku okkar svo lengi sem við dr...

Sveitarfélög styðja hestamenn
Líf og starf 25. janúar 2023

Sveitarfélög styðja hestamenn

Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafn...

„Viðurkenning fyrir að vera moldugur og á vaðstígvélum“
Líf og starf 24. janúar 2023

„Viðurkenning fyrir að vera moldugur og á vaðstígvélum“

Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og forstjóri garðyrkjustöðvarinnar Lambhaga, hl...

Tré ársins og pálmar í Sahara
Líf og starf 23. janúar 2023

Tré ársins og pálmar í Sahara

Annað tölublað skógræktarritsins 2022 kom út skömmu fyrir síðustu jól. Að venju ...

Tæknilegur Finni
Líf og starf 23. janúar 2023

Tæknilegur Finni

Bændablaðið fékk að prufa nýjan traktor á dögunum sem Aflvélar flytja inn. Eins ...

„Þetta var bölvaður bastarður “
Líf og starf 19. janúar 2023

„Þetta var bölvaður bastarður “

Sigurður Lyngberg Magnússon verktaki gerði út jarðýtur, valtara og aðrar vinnuvé...

Verðum að temja okkur breytt viðhorf
Líf og starf 18. janúar 2023

Verðum að temja okkur breytt viðhorf

Þórunn Wolfram tók við stöðu framkvæmdastjóra Loftslagsráðs um áramótin en síðus...