Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rauður braggi er húsnæði sveitabúðarinnar Unu, áður í eigu bandaríska setuliðsins og því frá miðri 20. öld.
Rauður braggi er húsnæði sveitabúðarinnar Unu, áður í eigu bandaríska setuliðsins og því frá miðri 20. öld.
Mynd / sp
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu nú á sjöunda ár. Þar má finna handunnar íslenskar vörur, minjagripi og matvæli.

Magnús Haraldsson og Rebekka Katrínardóttir eru eigendur Unu. Mynd / Aðsend

Sveitabúðin Una er fjölskyldurekið fyrirtæki. Ívar Örn, bróðir Rebekku, stendur vaktina með þeim hjónum, en þau fá aðstoð aðra hvora helgi.

Rebekka segir þau bjóða upp á kjöt Beint frá býli, frosið á veturna en ferskt á sumrin, kjöt frá Danmörku er einnig að finna, auk þess sem um 150 manns úr sveitinni gera vörur sem þau hjónin selja svo í versluninni. Þar má finna einstaklega mikið og fallegt úrval sem gaman er að kynna sér; leikföng, prjónavarning, loðfeldi, bækur, ritföng og margt fleira. Að auki selja þau vörur fyrir verslanirnar As we Grow, Feld og Farmers Market, sem eru vel þekkt á landsvísu. Í nóvembermánuði er iðulega útsala á bókum og svo tekur jólabókaflóðið við í desember.

„Við erum annars með sérstaklega gott úrval af lopapeysum hérna,“ segir Rebekka kímin. „Ég held að ég geti meira að segja fullyrt að hér fáist stærsta úrval á landinu enda ótal margar konur að prjóna fyrir okkur og því hönnunin á alla vegu. Allir finna eitthvað fyrir sig. Við reynum svo, með allar vörurnar, að velja afar vel hvað kemur hingað inn og leggjum áherslu á að bjóða upp á fallegar gæðavörur sem nýtast sem flestum.“

Hún tekur fram að þau leggi sig fram við að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna, hægt sé að hafa samband og panta það sem hugurinn girnist, þau sjái þá um það ferli. Einnig njóta viðskiptavinir Matlands góðs af því að geta sótt vörur sínar í verslunina, en Rebekka hafði samband við Tjörva Bjarnason, eiganda Matlands, og stakk upp á að hann hefði útibú í versluninni hjá sér. Samvinnan gengur vel og hægt að panta ýmislegt sem kemur þá í kassa í verslunina.

„Við reynum í alla staði að halda verðlaginu í lágmarki enda erum við öll neytendur og skiljum mikilvægi þess að það rjúki ekki upp úr öllu valdi,“ segir Rebekka, en hjá þeim er opið alla virka daga á milli klukkan níu til sex, til hálfsex á laugardögum og hálffimm á sunnudögum.

Notalegar hosur og annar prjónavarningur

Kjöt frá Laugardalshólum.

Skemmtilegar lundateikningar.

Ýmiss konar feldir eru freistandi.

Krækiberja-, chili- og bláberjasultur.

Ennisbönd og vettlingar frú Pálínu.

Mikið úrval fyrir yngstu kynslóðina.

Fallegir rúnasteinar.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...