Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sundkýrin Sæunn
Líf og starf 14. október 2020

Sundkýrin Sæunn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sundkýrin Sæunn fjallar um kú í Breiðadal í Önundarfirði sem flúði slátrarann á Flateyri og stökk í sjóinn. Það sem meira er - sagan er sönn. Þann 13. október árið 1987 átti að slátra kúnni á Flateyri, en þegar hún var leidd að sláturhúsinu virtist hún skynja hvað væri í vændum og sleit sig lausa.

Að því loknu tók hún á rás í átt til hafs, beið ekki boðanna og synti út á fjörðinn. Alla leið yfir fjörðinn, tæpa þrjá kílómetra.

Talsvert var fjallað um sund­afrek kýr­innar í fjölmiðlum á sínum tíma og þar segir meðal annars „Þótt maður viti auðvitað aldrei hvað svona skepnur hugsa er engu líkara en hún hafi skilið hvað til stóð,“ sagði Halldór Mikkaelsson bóndi við Morgunblaðið 15. október.

„Hún hefur alltaf verið afskaplega gæf og gott að umgangast hana og því ólíkt henni að slíta sig svona lausa, eins og hún gerði þarna við slátur­húsdyrnar.“

Önundarfjörður er ekki lítill og 2,5 kílómetrar frá Flateyri yfir í Valþjófsdal. Þangað synti kýrin, á móti straumi, og var um klukkustund á leiðinni. Björgunarsveitarmenn fóru út á bát til að fylgja henni síðasta spölinn og þegar hún kom að landi, við bæinn Kirkjuból II, blés hún varla úr nös og átti greinilega nægt þrek eftir.
+

Nú er sem sagt þessari stórmerkilegu og ótrúlegu sögu af sundkúnni Sæunni verið komið fyrir á bók, söguna skráir Eyþór Jóvinsson, bóksali á Flateyri, og bókina prýðir fjöldi glæsilegra litmynda eftir Freydísi Kristjánsdóttur sem gæðir söguna lífi.

Bókin er gefin út af Sögur útgáfa og er þar á ferðinni fagurlega myndskreytt ævintýr, beint af býli úr Önundarfirði vestur á fjörðum.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...