Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Róbert Aron Garðarsson Proppé, Íslandsmeistari barþjóna.
Róbert Aron Garðarsson Proppé, Íslandsmeistari barþjóna.
Mynd / só
Líf og starf 28. júlí 2025

Sumarkokteill Bændablaðsins og Drykk bar

Höfundur: Sturla Óskarsson

Bændablaðið fékk Róbert Aron Garðarsson Proppé á Drykk Bar til liðs við sig til þess að hanna íslenskan sumarkokteil. Róbert er Íslandsmeistari barþjóna, hann er ákafur grúskari í kokteilagerð og ástríðan skein í gegn þegar hann fræddi blaðamann um hvernig hann paraði saman bragðtegundum í drykkina. Hann tekur þátt í heimsmeistaramóti barþjóna í Kólumbíu næstkomandi nóvember.

Áfengur sumarkokteill

Róbert hannaði tvo kokteila fyrir Bændablaðið, einn óáfengan og einn áfengan. Þemað var íslenskt sumar en í drykkjunum eru kryddjurtir framleiddar af íslenskum garðyrkjubændum og Himbrimi Winterbird Edition Gin frá Brunni Distillery.

Ásamt uppskriftum að kokteilum fylgja leiðbeiningar um það hvernig skal gera heimagerðan rabarbara bitter eins og Róbert notar á barnum sem gefur skemmtilegan íslenskan blæ. Lesendur geta heilsað upp á Róbert á Drykk bar á Pósthússtræti og pantað þann sumarkokteil sem þeir girnast eða blandað þá heima hjá sér eftir uppskrift og notið í sumarblíðunni.

Sumarkokteill

60 ml Himbrimi Winterbird Edition Gin
25 ml límónusafi
3–4 dropar rabarbara bitter
5–6 basilíkulauf
5–6 myntulauf
1–2 stilkar blóðberg eða timían
Klaki eftir smekk

Óáfengur sumarkokteill.

Óáfengur sumarkokteill

60 ml eplasafi
30 ml límónusafi
10 ml sykur
5–6 basilíkulauf
5–6 myntulauf
1–2 stilkar blóðberg eða timían
Fyllt upp með sódavatni
Klaki eftir smekk

Hvernig skal gera heimagerðan rabarbara bitter?

Róbert tók bita af ferskum rabarbara úr garðinum sínum og lét hann liggja í hreinum vodka í þrjár vikur í lokaðri krukku í stofunni heima hjá sér. Tvisvar, þrisvar á dag hristi hann síðan blönduna.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...