Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Torfi Gunnarsson byggingarstjóri segir breytingum á Súlnasal miða vel þótt enn sé mikið verk óunnið. Unnið var á öllum vígstöðvum og málarar mættir á svæðið þegar þessar myndir voru teknar á mánudag.
Torfi Gunnarsson byggingarstjóri segir breytingum á Súlnasal miða vel þótt enn sé mikið verk óunnið. Unnið var á öllum vígstöðvum og málarar mættir á svæðið þegar þessar myndir voru teknar á mánudag.
Mynd / HKr.
Líf og starf 3. nóvember 2017

Súlnasalur í nýjan búning

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Miklar endurbætur fara nú fram á húsakynnum Hótel Sögu og nú er unnið að algerri endurnýjun hins sögufræga Súlnasalar. 
 
Í sumar var ráðist í að hreinsa allt innan úr salnum ásamt eldhúsi sem þar var á bakvið. Síðan hafa iðnaðarmenn verið önnum kafnir við að innrétta að nýju. Búið er að skipta um alla glugga, skipta um loftræstingar og allar lagnir. Þá verður byggt upp nýtt og fullkomið eldhús, enda mun salurinn fá að hluta nýtt hlutverk sem morgunverðarstaður hótelgesta. Þrátt fyrir það verður áfram hægt að nýta salinn undir viðburði af ýmsum toga eins og jólahlaðborð. 
 
Þótt enn séu mörg handtök eftir er ætlunin að opna Súlnasalinn að nýju fimmtudaginn 16. nóvember næstkomandi. 
 
Fyrir utan þetta er hafin vinna við að breyta inngangi á fyrstu hæð ásamt móttöku og veitingaaðstöðu fyrir gesti hótelsins þar sem Mímisbar er nú. Barinn verður þó áfram þótt umhverfi hans muni breytast verulega. Ráðgert er að þessum breytingum ljúki á vordögum næsta árs. 

11 myndir:

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...