Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Straumerla
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 13. desember 2023

Straumerla

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Straumerla er flækingsfugl sem berst hingað líklega frá Vestur-Evrópu. Nokkrar þeirra hafa glatt fuglaskoðara núna í nóvember. Hún er náskyld maríuerlu sem við þekkjum svo vel. Hún er svipuð að stærð og maríuerla nema með styttri fætur og lengra stél. Straumerlan hefur síðan þennan áberandi gula lit á neðri hluta búksins eða alveg frá háls/brjósti, niður kvið og síðu alveg aftur að stéli. Þær eru ekki alveg eins félagslyndar við okkur mannfólkið og maríuerlan. Þeir fuglar sem finnast hér geta verið nokkuð styggir. Þær leita helst á staði þar sem er að finna straumvatn með grýttum bökkum eða eyrum þar sem þær leita sér af æti, gjarnar er skógur eða trjálundur í nágrenninu. Þar sem þær verpa gera þær sér hreiður í sprungum eða holum í klettum en einnig er ekki óalgengt að þær verpi í holum eða sprungum í mannvirkjum nærri straumvatni lík brúm eða veggjum.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...