Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur segir að sá hluti verkefnisins, sem nú er í undirbúningi, hefjist í sumar ef styrkur fæst og er gert ráð fyrir verklokum um næstu áramót.
Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur segir að sá hluti verkefnisins, sem nú er í undirbúningi, hefjist í sumar ef styrkur fæst og er gert ráð fyrir verklokum um næstu áramót.
Mynd / Andrés Skúlason
Líf og starf 17. febrúar 2023

Stórbrotið menningarlandslag

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fornleifastofnun hefur sent erindi á Rangárþing ytra og Rangárþing eystra þar sem leitað er eftir samstarfi um miðlun upplýsinga um fornleifar á sögusviði Njálu.

Kristborg Þórsdóttir hjá Fornleifastofnun fer fyrir verkefninu en hún hefur unnið við fornleifaskráningu í sveitarfélögunum á nánast hverju sumri í fimmtán ár og er því farin að þekkja aðalsögusvið Njálu mjög vel.

„Þar sem mikill áhugi er á Njálssögu, ekki síst heima í héraði, fannst mér það liggja beint við að nýta þann stóra gagnabanka um fornleifar á svæðinu sem við höfum safnað í um árabil til þess að leiða fólk um sögusvið Njálu og slá þannig tvær flugur í einu höggi með því að miðla upplýsingum um fornleifar á sögusviðinu,“ segir Kristborg.

Menningararfur sem mótað hefur kynslóðir

Verkefnið snýst um að búa til kynningarefni um fornminjar á völdum sögustöðum í Njálu byggt á fornleifaskráningu, sem þegar hefur verið unnin fyrir sveitarfélögin á svæðinu og úr gagnagrunninum Sagamap.is. Ekki er verið að ýja að því að minjarnar tengist Njálssögu að öðru leyti en því að þær eru á stöðum sem koma við sögu í verkinu.

„Á hverjum stað verður tekið fram hvaða persónur og eða atburðir í sögunni tengjast staðnum. Markmiðið er að samtvinna menningararf sem fólginn er í ritverkum fyrri alda og í jarðföstum minjum sem saman mynda stórbrotið menningarlandslag og hefur haft áhrif á og mótað ótalmargar kynslóðir Íslendinga,“ segir Kristborg aðspurð og tilgang og markmið verkefnisins.

Verkefni á frumstigi

Að sögn Kristborgar er fyrstu umferð fornleifaskráningar lokið í Rangárþingi ytra og er komin vel á veg í Rangárþingi eystra. Í þeirri vinnu hefur margt forvitnilegt komið í ljós og mikill fjöldi merkra minja er á svæðunum báðum.

„Ég á ekki von á því að margar nýjar minjar komi í ljós í þessu tiltekna verkefni en það er sannarlega mögulegt. Verkefnið er á frumstigi og á vonandi eftir að þróast áfram. Sá verkhluti, sem er í undirbúningi og sótt hefur verið um styrki fyrir, er fremur smár í sniðum og ekki kostnaðarsamur.

Ef styrkur fæst verður vonandi hægt að nota afraksturinn til þess að þróa verkefnið áfram og hugsa stærra. Ekki hefur verið úthlutað úr sjóðnum sem sótt hefur verið um beint fjármagn til en þegar hefur verið komið á samstarfi milli Fornleifastofnunar Íslands við sagamap.is, sveitarfélögin Rangár- þing ytra og Rangárþing eystra og Ferðafélag Rangæinga.

Þannig að viðtökurnar hafa verið góðar og greinilegt að mikill áhugi er á verkefninu,“ segir Kristborg. Raunhæft sé að áætla þrjú ár að lágmarki í stórt verkefni sem fæli í sér öflun gagna, ritun texta, hönnun og miðlun.

Skylt efni: fornleifar

Mannlíf á Búnaðarþingi
Líf og starf 25. mars 2024

Mannlíf á Búnaðarþingi

Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtu...

Stjörnuspá 21. mars - 11.  apríl
Líf og starf 21. mars 2024

Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl

Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jaf...

Félagsskapur eldri borgara
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. ...

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...