Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Unnið að rannsóknum á gulrófum hjá Matís, hér eru þær María Gallardo Urbón og Léhna Labat.
Unnið að rannsóknum á gulrófum hjá Matís, hér eru þær María Gallardo Urbón og Léhna Labat.
Mynd / Matís
Líf og starf 16. mars 2023

Steinefna- og próteinríkur afskurður

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Mikið fellur til af stilkum, laufblöðum og öðrum afskurði frá íslenskri garðyrkju sem ekki er nýtt til frekari verðmætasköpunar. Hjá Matís er unnið að verkefni sem hefur það að markmiði að þróa aðferðir til að framleiða verðmætar afurðir úr þessu hráefni.

Léhna Labat við gulrófuafskurð.

Verkefnið byggir að hluta á verkefninu Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis en helstu niðurstöður þess sýndu fram á mikla möguleika á verðmætasköpun því hliðarafurðir garðyrkju innihalda ýmis efni eins og trefjar, lífvirk efni, bragð og lyktarefni, náttúruleg rotvarnarefni, vítamín og steinefni. Til dæmis bentu mælingar til þess að heildarmagn steinefna sé meira í ýmsum hliðarafurðum garðyrkjunnar en er í sjálfu grænmetinu. Rósa Jónsdóttir, fagstjóri á sviði lífefna hjá Matís, segir að þetta eigi við til dæmis um blaðsalat, blómkál og tómata.

Hliðarafurðir geta verið næringarríkar

„Hliðarafurðirnar geta til dæmis verið ytri blöð af blómkáli og spergilkáli, laufblöð og hliðargreinar af gúrku- og tómataplöntum. Steinefnin sem þarna um ræðir eru einkum kalk og magnesíum. Heldur meira prótein virðist vera í ýmsum hliðarafurðum en í mörgu grænmeti. Þá eru ytri blöð og laufblöð almennt trefjaríkari en samsvarandi grænmeti,“ segir Rósa.

Margvíslegur ávinningur verður af verkefninu að sögn Rósu, til dæmis nánari upplýsingar um magn hliðarafurða sem falla til í garðyrkju og svo verður byrjað á hagkvæmniathugunum við á vinnslu þeirra.

Ytri blöð blómkáls.

„Þá munu fást upplýsingar um helstu hættur sem gætu falist í nýtingu hliðarafurða frá garðyrkju til manneldis og mat á annmörkum við nýtingu þeirra. Þarna er til dæmis verið að tala um hvort óæskileg efni og örverur leynist í þessum afurðum sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu manna,“ segir hún.

Lífvirk heilsubætandi efni

„Einnig munu upplýsingar fást um magn lífefna, til dæmis trefjaefna, í hliðarafurðum nokkurra grænmetistegunda en önnur lífefni eru til dæmis fita og prótein. Þá verða mæld verðmæt lífvirk efni líkt og fenólefna sem geta haft heilsubætandi áhrif eða aukið geymsluþol, til dæmis andoxunarvirkni og örveruhemjandi virkni. Það stendur til að búa til frumgerð matvöru með innihaldsefni úr hliðarafurðum frá garðyrkju. Uppskrift og lýsing á framleiðsluferli fyrir eina til tvær vörur ásamt kynningarefni um niðurstöður verkefnisins verður þá miðlað til hagsmunaaðila,“ segir Rósa.

Verkefnið hófst um miðjan september í fyrra og er til eins árs. Samstarfsaðilar í verkefninu eru Orkídea og Bændasamtök Íslands, en Matvælasjóður styrkti verkefnið.

Nautakjötsæta gerist nautgripabóndi
Líf og starf 28. september 2023

Nautakjötsæta gerist nautgripabóndi

Ævar Austfjörð og kona hans, Ása Sif Tryggvadóttir, hófu búskap á Hlemmiskeiði 1...

„Þar kalla menn ekki allt ömmu sína“
Líf og starf 28. september 2023

„Þar kalla menn ekki allt ömmu sína“

Þröstur Njálsson er fyrrverandi togarasjómaður sem snapaði sér sína fyrstu veiði...

Of hægt miðar í heimsmarkmiðum
Líf og starf 28. september 2023

Of hægt miðar í heimsmarkmiðum

Leiðtogafundur um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) var haldinn í vikunni í N...

Melarétt í Fljótsdal
Líf og starf 27. september 2023

Melarétt í Fljótsdal

Um eða yfir 4.000 fjár er smalað til Melaréttar í Fljótsdal. Réttað var 17. sept...

Dress í anda Yellowstone
Líf og starf 27. september 2023

Dress í anda Yellowstone

Þann 7. desember árið 1977 birtist grein undir þáverandi „Tískuhorni“ Dagblaðsin...

Tungurétt í Svarfaðardal
Líf og starf 26. september 2023

Tungurétt í Svarfaðardal

„Fé er orðið afar fátt í Svarfaðardal og á réttinni var eins og undanfarin ár mu...

„Skógur nú og til framtíðar”
Líf og starf 25. september 2023

„Skógur nú og til framtíðar”

Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytjaskógrækt og skjólbe...

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Líf og starf 25. september 2023

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum

Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt ...