Unnið að rannsóknum á gulrófum hjá Matís, hér eru þær María Gallardo Urbón og Léhna Labat.
Unnið að rannsóknum á gulrófum hjá Matís, hér eru þær María Gallardo Urbón og Léhna Labat.
Mynd / Matís
Líf og starf 16. mars 2023

Steinefna- og próteinríkur afskurður

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Mikið fellur til af stilkum, laufblöðum og öðrum afskurði frá íslenskri garðyrkju sem ekki er nýtt til frekari verðmætasköpunar. Hjá Matís er unnið að verkefni sem hefur það að markmiði að þróa aðferðir til að framleiða verðmætar afurðir úr þessu hráefni.

Léhna Labat við gulrófuafskurð.

Verkefnið byggir að hluta á verkefninu Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis en helstu niðurstöður þess sýndu fram á mikla möguleika á verðmætasköpun því hliðarafurðir garðyrkju innihalda ýmis efni eins og trefjar, lífvirk efni, bragð og lyktarefni, náttúruleg rotvarnarefni, vítamín og steinefni. Til dæmis bentu mælingar til þess að heildarmagn steinefna sé meira í ýmsum hliðarafurðum garðyrkjunnar en er í sjálfu grænmetinu. Rósa Jónsdóttir, fagstjóri á sviði lífefna hjá Matís, segir að þetta eigi við til dæmis um blaðsalat, blómkál og tómata.

Hliðarafurðir geta verið næringarríkar

„Hliðarafurðirnar geta til dæmis verið ytri blöð af blómkáli og spergilkáli, laufblöð og hliðargreinar af gúrku- og tómataplöntum. Steinefnin sem þarna um ræðir eru einkum kalk og magnesíum. Heldur meira prótein virðist vera í ýmsum hliðarafurðum en í mörgu grænmeti. Þá eru ytri blöð og laufblöð almennt trefjaríkari en samsvarandi grænmeti,“ segir Rósa.

Margvíslegur ávinningur verður af verkefninu að sögn Rósu, til dæmis nánari upplýsingar um magn hliðarafurða sem falla til í garðyrkju og svo verður byrjað á hagkvæmniathugunum við á vinnslu þeirra.

Ytri blöð blómkáls.

„Þá munu fást upplýsingar um helstu hættur sem gætu falist í nýtingu hliðarafurða frá garðyrkju til manneldis og mat á annmörkum við nýtingu þeirra. Þarna er til dæmis verið að tala um hvort óæskileg efni og örverur leynist í þessum afurðum sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu manna,“ segir hún.

Lífvirk heilsubætandi efni

„Einnig munu upplýsingar fást um magn lífefna, til dæmis trefjaefna, í hliðarafurðum nokkurra grænmetistegunda en önnur lífefni eru til dæmis fita og prótein. Þá verða mæld verðmæt lífvirk efni líkt og fenólefna sem geta haft heilsubætandi áhrif eða aukið geymsluþol, til dæmis andoxunarvirkni og örveruhemjandi virkni. Það stendur til að búa til frumgerð matvöru með innihaldsefni úr hliðarafurðum frá garðyrkju. Uppskrift og lýsing á framleiðsluferli fyrir eina til tvær vörur ásamt kynningarefni um niðurstöður verkefnisins verður þá miðlað til hagsmunaaðila,“ segir Rósa.

Verkefnið hófst um miðjan september í fyrra og er til eins árs. Samstarfsaðilar í verkefninu eru Orkídea og Bændasamtök Íslands, en Matvælasjóður styrkti verkefnið.

Borg brugghús, brugghúsið í borginni
Líf og starf 27. mars 2023

Borg brugghús, brugghúsið í borginni

Í síðustu tölublöðum Bændablaðsins höfum við rakið sögu handverksbrugghúsa á Ísl...

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar
Líf og starf 24. mars 2023

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar

Textílmiðstöð Íslands leiðir norrænt verkefni sem felst í að auka verðmæti ullar...

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi
Líf og starf 22. mars 2023

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi

Markaðsstofa Suðurlands vinnur nú að því að markaðssetja nýja ferðaleið, svokall...

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal
Líf og starf 21. mars 2023

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að leggja það til við Veður...

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023
Líf og starf 20. mars 2023

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023

Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe hlutu umhverfis- viðurkenningu Fjallabyggðar ...

Eyrugla
Líf og starf 20. mars 2023

Eyrugla

Eyrugla er nýlegur landnemi hérna á Íslandi. Hún var áður reglulegur gestur en u...

Mesta áskorunin er að stoppa upp uglur
Líf og starf 17. mars 2023

Mesta áskorunin er að stoppa upp uglur

Brynja Davíðsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir uppstoppun á ýmsum tegundum d...

Dráttarvél mýkri en Range Rover
Líf og starf 17. mars 2023

Dráttarvél mýkri en Range Rover

Undanfarna þrjá áratugi hefur hinn breski vinnuvélaframleiðandi JCB framleitt dr...