Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Unnið að rannsóknum á gulrófum hjá Matís, hér eru þær María Gallardo Urbón og Léhna Labat.
Unnið að rannsóknum á gulrófum hjá Matís, hér eru þær María Gallardo Urbón og Léhna Labat.
Mynd / Matís
Líf og starf 16. mars 2023

Steinefna- og próteinríkur afskurður

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Mikið fellur til af stilkum, laufblöðum og öðrum afskurði frá íslenskri garðyrkju sem ekki er nýtt til frekari verðmætasköpunar. Hjá Matís er unnið að verkefni sem hefur það að markmiði að þróa aðferðir til að framleiða verðmætar afurðir úr þessu hráefni.

Léhna Labat við gulrófuafskurð.

Verkefnið byggir að hluta á verkefninu Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis en helstu niðurstöður þess sýndu fram á mikla möguleika á verðmætasköpun því hliðarafurðir garðyrkju innihalda ýmis efni eins og trefjar, lífvirk efni, bragð og lyktarefni, náttúruleg rotvarnarefni, vítamín og steinefni. Til dæmis bentu mælingar til þess að heildarmagn steinefna sé meira í ýmsum hliðarafurðum garðyrkjunnar en er í sjálfu grænmetinu. Rósa Jónsdóttir, fagstjóri á sviði lífefna hjá Matís, segir að þetta eigi við til dæmis um blaðsalat, blómkál og tómata.

Hliðarafurðir geta verið næringarríkar

„Hliðarafurðirnar geta til dæmis verið ytri blöð af blómkáli og spergilkáli, laufblöð og hliðargreinar af gúrku- og tómataplöntum. Steinefnin sem þarna um ræðir eru einkum kalk og magnesíum. Heldur meira prótein virðist vera í ýmsum hliðarafurðum en í mörgu grænmeti. Þá eru ytri blöð og laufblöð almennt trefjaríkari en samsvarandi grænmeti,“ segir Rósa.

Margvíslegur ávinningur verður af verkefninu að sögn Rósu, til dæmis nánari upplýsingar um magn hliðarafurða sem falla til í garðyrkju og svo verður byrjað á hagkvæmniathugunum við á vinnslu þeirra.

Ytri blöð blómkáls.

„Þá munu fást upplýsingar um helstu hættur sem gætu falist í nýtingu hliðarafurða frá garðyrkju til manneldis og mat á annmörkum við nýtingu þeirra. Þarna er til dæmis verið að tala um hvort óæskileg efni og örverur leynist í þessum afurðum sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu manna,“ segir hún.

Lífvirk heilsubætandi efni

„Einnig munu upplýsingar fást um magn lífefna, til dæmis trefjaefna, í hliðarafurðum nokkurra grænmetistegunda en önnur lífefni eru til dæmis fita og prótein. Þá verða mæld verðmæt lífvirk efni líkt og fenólefna sem geta haft heilsubætandi áhrif eða aukið geymsluþol, til dæmis andoxunarvirkni og örveruhemjandi virkni. Það stendur til að búa til frumgerð matvöru með innihaldsefni úr hliðarafurðum frá garðyrkju. Uppskrift og lýsing á framleiðsluferli fyrir eina til tvær vörur ásamt kynningarefni um niðurstöður verkefnisins verður þá miðlað til hagsmunaaðila,“ segir Rósa.

Verkefnið hófst um miðjan september í fyrra og er til eins árs. Samstarfsaðilar í verkefninu eru Orkídea og Bændasamtök Íslands, en Matvælasjóður styrkti verkefnið.

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f