Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur.
Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur.
Mynd / VH
Líf og starf 21. janúar 2022

Stærsta plöntusafn í einkaeigu á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áhugasamir einstaklingar og fræðimenn á sviði grasafræðinnar hafa verið drjúgir við að safna og þurrka plöntur og oftar en ekki eru slík einkasöfn undirstaða opinberra safna.

Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur á að líkindum stærsta einkasafn hérlendis af þurrkuðum háplöntum og mosum. „Ég er langt kominn með að skrá safnið en þó ekki allt og svo á ég eftir að setja upp plönturnar sem ég safnaði síðastliðið sumar.“  Í safni Ágústs eru að hans sögn nokkur þúsund háplöntur, auk þess sem hann á líka stórt safn af mosum. „Ég á líklega 99,9% af öllum villtum háplöntum sem finnast á landinu, eftir því hvernig maður flokkar í tegundir, auk þess sem ég hef safnað slæðingum og einni og einni garðplöntu en þær eru ekki margar.“

Ágúst segir að gildi grasasafna sé gífurlega mikið. „Í fyrsta lagi má nota þurrkaðar plöntur til samanburðar þar sem söfnin geta geymst í margar aldir. Söfnin geta einnig sagt til um hvaða breytingar hafa átt sér stað á flóru ákveðinna svæða og svo gerir erfðatæknin það að verkum að hægt er að greina tegundir nákvæmar en áður.“

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.