Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur.
Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur.
Mynd / VH
Líf og starf 21. janúar 2022

Stærsta plöntusafn í einkaeigu á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áhugasamir einstaklingar og fræðimenn á sviði grasafræðinnar hafa verið drjúgir við að safna og þurrka plöntur og oftar en ekki eru slík einkasöfn undirstaða opinberra safna.

Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur á að líkindum stærsta einkasafn hérlendis af þurrkuðum háplöntum og mosum. „Ég er langt kominn með að skrá safnið en þó ekki allt og svo á ég eftir að setja upp plönturnar sem ég safnaði síðastliðið sumar.“  Í safni Ágústs eru að hans sögn nokkur þúsund háplöntur, auk þess sem hann á líka stórt safn af mosum. „Ég á líklega 99,9% af öllum villtum háplöntum sem finnast á landinu, eftir því hvernig maður flokkar í tegundir, auk þess sem ég hef safnað slæðingum og einni og einni garðplöntu en þær eru ekki margar.“

Ágúst segir að gildi grasasafna sé gífurlega mikið. „Í fyrsta lagi má nota þurrkaðar plöntur til samanburðar þar sem söfnin geta geymst í margar aldir. Söfnin geta einnig sagt til um hvaða breytingar hafa átt sér stað á flóru ákveðinna svæða og svo gerir erfðatæknin það að verkum að hægt er að greina tegundir nákvæmar en áður.“

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...