Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristinn segir að þó að hann sé orðinn 86 ára þá skipti árin ekki máli, heldur það sem hann er að gera hverju sinni.
Kristinn segir að þó að hann sé orðinn 86 ára þá skipti árin ekki máli, heldur það sem hann er að gera hverju sinni.
Mynd / MHH
Líf og starf 1. nóvember 2022

Sprækur listmálari á níræðisaldri

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kristinn G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að mála myndir.

Hann hefur haldið fjölmargar sýningar í gegnum árin enda komin vel á níræðisaldur. Hann er með glæsilega sýningu núna í Listasafninu á Akureyri, sem hefur vakið verðskuldaða athygli.

Sýningin hans Kristins hefur fengið mjög góða aðsókn í Listasafnið á Akureyri en hún verður uppi til janúar 2023.

„Þetta er sýning um birtuna og fjöllin og heiðina, sem sagt nánasta umhverfi mitt, sem sést þó ekki alltaf mjög greinilega en er þar samt. Ég vinn öll verkin mín á vinnustofunni minni, sem er í gamla bænum á Akureyri. Ég hélt fyrstu sýninguna mína 1954 og hef verið að alveg síðan,“ segir Kristinn og hlær. Sýningar hans hafa fengið góðar viðtökur, ekki síst sýningin núna í Listasafninu. „Ég er þakklátur ef einhver kann að meta verkin mín, um það snýst þetta. Myndirnar á þessari sýningu eru ekki til sölu en málarinn er alltaf til viðtals,“ bætir Kristinn við og glottir við tönn.

Skylt efni: myndlist

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...