Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stöðumynd 1.
Stöðumynd 1.
Líf og starf 7. júní 2024

Snillingar og hálfvitar

Höfundur: Björn Þorláksson

Bridds er skemmtileg hugaríþrótt sem reynir á rökhugsun, minni, stærðfræði, talningu, líkindareikning, athyglisgáfu og einbeitingu og stundum dulitla sálfræði svo aðeins nokkrir eiginleikar góðra spila séu nefndir.

Hvað minnið varðar hefur maður á áratugalöngum ferli kynnst ýmsum spilurum sem muna hvert einasta spil af þeim 52 sem skiptast hverju sinni. Kannski frá ás og niður í sjöu. En minni spilara er misjafnt. Til eru spilarar sem muna allt sem gerist í hverju spili meðan það stendur yfir en ýta svo líkt og á „reload“ – endurhlaða minniskubbinn og þurrka út fyrri vitneskju. En komum þá að spili dagsins.

Heitt við briddsborðið

Tveir spilarar á kjördæmamótinu á Stykkishólmi lentu í því fyrr í þessum mánuði að spilagjafir víxluðust og tóku með dags millibili tvisvar upp sömu spilin þegar aðrir fengu ný í hendur. Og án þess að taka eftir því! Með því að seilast í rangan spilabakka.

Í báðum tilfellum varð skaði – hvernig mætti annað vera? Keppnisstjóri dæmdi í fyrra tilvikinu að meldaður samningur skyldi standa en reif spilin af suðri og lét hann hafa spilin sem hann hefði átt að hafa. Að vera svo viðutan eða illa á verði kostaði spilarann að hann var dæmdur til að spila 2 tígla á hættunni á 3­2 fitt. Gerði vel í að fá fjóra slagi – mínus 400 – en hægt hefði verið að fá níu slagi í hálit og skrifa 140 í dálk góðu gæjanna.

Stöðumynd 2.

Keppnisstjóri breytti reyndar fyrri úrskurði og tók vegið meðaltal af niðurstöðu spilsins á öllum borðum þegar sagan endurtók sig hjá öðru pari. En hönd vesturs í spili 6 í þriðju umferð var sumsé ekki sú sem sést á fyrri stöðumyndinni heldur sú vesturhönd sem merkt er vestri á stöðumynd 2.

Áður en vitlausu vesturspilin voru rifin úr höndum vesturs virtist tilhlökkunarefni að spila á 4­4 samleguna og enda með níu slagi. Síðra reyndist að spila tvo tígla eftir að tveir tígulásar birtust í spilinu en svo skemmtilega vildi til að norður spilaði út tígulás og vestur var líka með tígulás. Að spila trompsamning með aðeins 5 tromp af 13 milli handanna reyndist ekki góð skemmtun. Varð af þessu slysi nokkur umræða um minni, gleymsku, hálfvita og snillinga. Því stundum er heitt við briddsborðið.

Æfingaleikur lofar góðu

Gaman var að fylgjast með landsliði Íslendinga í opnum flokki í bridds spila æfingaleik sem sýndur var á BBO gegn hollensku Evrópumeisturunum í bridds á dögunum.Ísland var nálægt því að ná jafntefli. Vakti spilamennskan fyrirheit um að landsliðið láti að sér kveða þegar Ísland tekur þátt í Evrópumótinu 2024 í Danmörku í sumar.

Skylt efni: bridds

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f