Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Smyrill
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð líkur fálka enda af fálkaættinni, en talsvert mikið minni en íslenski fálkinn. En þótt hann sé smár er hann afar flugfimur og oft talað um að smyrill sé flugfimastur allra af fálkaættinni. Vængjatökin eru hröð enda fer hann létt með að taka vinkilbeygjur á mikilli ferð. Aðalfæða hans eru smáfuglar sem hann eltir og þreytir á flugi. Þó nokkur stærðarmunur er á kynjunum, karlfuglinn er minni, eða lítið eitt stærri en svartþröstur, á meðan kvenfuglinn er nokkuð stærri. Fuglinn á myndinni er karlfugl og sýnir hún ágætlega hversu lítill smyrillinn er, þar sem fuglinn situr á bognum grenitopp. Smyrill er að mestu farfugl á Íslandi, stærsti hluti stofnsins dvelur við Bretlandseyjar yfir veturinn en eitthvað af fuglum dvelja hér allt árið.

Skylt efni: fuglinn

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...